Lykilorðið er pressa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2016 06:00 Á mánudaginn verða þrjú ár liðin frá því að Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Leikurinn var gegn Sviss á Laugardalsvelli og var sá fyrsti í undankeppni HM 2015. Hann var ekki góður, tapaðist 0-2 og verður helst minnst fyrir að vera sá síðasti á löngum og glæsilegum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttur. Á þessum þremur árum síðan Freyr tók við hefur íslenska landsliðið tekið talsverðum breytingum. Reynslumiklir leikmenn og stórir persónuleikar hafa horfið af landsliðssviðinu og aðrir komið í staðinn eins og gerist, en fyrst og síðast hefur leikstíllinn breyst. Og lykilorðið í því samhengi er pressa. Freyr virðist hafa áttað sig snemma á því að það hentar þeim leikmönnum sem eru í burðarhlutverki í landsliðinu í dag betur að spila varnarleikinn framar og ráðast á andstæðinginn í stað þess að bíða eftir honum. Miðjumenn íslenska liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, búa yfir gríðarlega mikilli hlaupagetu og með Glódísi Perlu Viggósdóttur, arftaka Katrínar í vörninni, á íslenska liðið auðvelt með að verjast framarlega. Glódís er einnig mikilvæg í uppspili íslenska liðsins en hún hefur flestar sóknir þess. Undankeppni HM 2015 var eins konar undirbúningsmót fyrir undankeppni EM 2017, sérstaklega eftir að draumurinn um að spila á HM í Kanada fauk út um gluggann eftir 0-1 tap fyrir Dönum. Leikirnir tveir sem eftir voru í undankeppninni voru nýttir til að gefa yngri leikmönnum tækifæri á meðan stór nöfn eins og Ólína G. Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru ekki valdar í landsliðshópinn. Þetta var stór ákvörðun en sýndi að þjálfarinn var óhræddur við að gera breytingar. Þessir tveir leikir, gegn Ísrael og Serbíu, unnust örugglega en Algarve-mótið 2015 gaf ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Ísland lék fjóra leiki og mistókst að skora í þeim öllum. Þrátt fyrir þetta bakslag var greinilegt að íslenska liðið var á réttri leið. Staðfestingin á því fékkst í fyrsta leik undankeppni EM 2017, gegn Hvít-Rússum á Laugardalsvellinum. Leikurinn vannst bara 2-0 en spilamennskan var góð og mörkin áttu að verða miklu fleiri. Það var þó engin vöntun á mörkum í undankeppni EM 2017. Þau urðu alls 34 en aðeins Spánn (39) og Þýskaland (35) skoruðu fleiri. Andstæðingarnir voru vissulega ekki alltaf þeir sterkustu en íslenska liðið sýndi í þessari undankeppni framfarir þegar kemur að því að stjórna leikjum. Það small svo allt saman í útileiknum gegn Skotum þar sem Ísland samtvinnaði ákafa pressuvörn og góðan fótbolta. Skotaleikurinn í fyrradag var öllu daprari og sá slakasti í undankeppninni. Það verður þó að taka með í reikninginn að vægi hans var ekki mikið þar sem Ísland hefði þurft að tapa með fimm mörkum til að missa toppsætið í riðlinum. Frammistaðan í undankeppninni var jákvæð en hún telur lítið ef Ísland fellur á prófinu í lokakeppninni í Hollandi. Hún er stóra prófið. Íslenska liðið virðist vel undirbúið en það þarf að nýta næstu mánuði vel eins og Freyr benti á eftir leikinn gegn Skotum í fyrradag. Fótbolti Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Á mánudaginn verða þrjú ár liðin frá því að Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Leikurinn var gegn Sviss á Laugardalsvelli og var sá fyrsti í undankeppni HM 2015. Hann var ekki góður, tapaðist 0-2 og verður helst minnst fyrir að vera sá síðasti á löngum og glæsilegum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttur. Á þessum þremur árum síðan Freyr tók við hefur íslenska landsliðið tekið talsverðum breytingum. Reynslumiklir leikmenn og stórir persónuleikar hafa horfið af landsliðssviðinu og aðrir komið í staðinn eins og gerist, en fyrst og síðast hefur leikstíllinn breyst. Og lykilorðið í því samhengi er pressa. Freyr virðist hafa áttað sig snemma á því að það hentar þeim leikmönnum sem eru í burðarhlutverki í landsliðinu í dag betur að spila varnarleikinn framar og ráðast á andstæðinginn í stað þess að bíða eftir honum. Miðjumenn íslenska liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, búa yfir gríðarlega mikilli hlaupagetu og með Glódísi Perlu Viggósdóttur, arftaka Katrínar í vörninni, á íslenska liðið auðvelt með að verjast framarlega. Glódís er einnig mikilvæg í uppspili íslenska liðsins en hún hefur flestar sóknir þess. Undankeppni HM 2015 var eins konar undirbúningsmót fyrir undankeppni EM 2017, sérstaklega eftir að draumurinn um að spila á HM í Kanada fauk út um gluggann eftir 0-1 tap fyrir Dönum. Leikirnir tveir sem eftir voru í undankeppninni voru nýttir til að gefa yngri leikmönnum tækifæri á meðan stór nöfn eins og Ólína G. Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru ekki valdar í landsliðshópinn. Þetta var stór ákvörðun en sýndi að þjálfarinn var óhræddur við að gera breytingar. Þessir tveir leikir, gegn Ísrael og Serbíu, unnust örugglega en Algarve-mótið 2015 gaf ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Ísland lék fjóra leiki og mistókst að skora í þeim öllum. Þrátt fyrir þetta bakslag var greinilegt að íslenska liðið var á réttri leið. Staðfestingin á því fékkst í fyrsta leik undankeppni EM 2017, gegn Hvít-Rússum á Laugardalsvellinum. Leikurinn vannst bara 2-0 en spilamennskan var góð og mörkin áttu að verða miklu fleiri. Það var þó engin vöntun á mörkum í undankeppni EM 2017. Þau urðu alls 34 en aðeins Spánn (39) og Þýskaland (35) skoruðu fleiri. Andstæðingarnir voru vissulega ekki alltaf þeir sterkustu en íslenska liðið sýndi í þessari undankeppni framfarir þegar kemur að því að stjórna leikjum. Það small svo allt saman í útileiknum gegn Skotum þar sem Ísland samtvinnaði ákafa pressuvörn og góðan fótbolta. Skotaleikurinn í fyrradag var öllu daprari og sá slakasti í undankeppninni. Það verður þó að taka með í reikninginn að vægi hans var ekki mikið þar sem Ísland hefði þurft að tapa með fimm mörkum til að missa toppsætið í riðlinum. Frammistaðan í undankeppninni var jákvæð en hún telur lítið ef Ísland fellur á prófinu í lokakeppninni í Hollandi. Hún er stóra prófið. Íslenska liðið virðist vel undirbúið en það þarf að nýta næstu mánuði vel eins og Freyr benti á eftir leikinn gegn Skotum í fyrradag.
Fótbolti Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn