Sökudólgurinn var Luis Suárez, framherji Barcelona, en eins og sjá má á myndinni hér að neðan er sárið nokkuð veglegt.
Skömmu eftir að flautað var til leiksloka var Luís búinn að smella af mynd af fætinum á sér og birta á Instagram. Með myndinni fylgdi textinn: „Hann snerti mig allavega ekki.“
Suárez var spurður um myndina og það stóð ekki á svörum hjá Úrúgvæanum.
„Fótbolti er fyrir karlmenn. Það sem gerist á vellinum verður eftir þar,“ sagði Suárez.
„Ef leikmenn myndu setja allt sem gerðist á vellinum inn á samfélagsmiðla myndi fótboltinn breytast í sirkus.“
Leik Barcelona og Atlético Madrid lyktaði með 1-1 jafntefli. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir fjórum mínútum fyrir hálfleik en Ángel Correra jafnaði metin fyrir gestina á 61. mínútu.