Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2016 06:00 Angelo er leiður á biðinni og langar heim til Hollands. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira