Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2016 06:00 Angelo er leiður á biðinni og langar heim til Hollands. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Dómsmál Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja sínum en honum hefur ekki verið úthlutað varanlegu húsnæði þar til dómur í máli hans fellur. Angelo dvaldi á gistiheimili í Reykjavík í sex mánuði en þurfti að yfirgefa það þann 13. júní sökum þess að það var uppbókað. Mál Angelos hefur vakið athygli þar sem hann er greindarskertur, en hann er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa smyglað fíkniefnum til landsins með Norrænu í september í fyrra. Hann sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Lögreglan útvegaði Angelo pláss á gistiheimili. „Svo þurfti ég að fara þaðan því það er svo mikið af útlendingum sem koma til Íslands,“ segir Angelo. „Ég var settur út klukkan tólf um hádegi og var með allan farangurinn minn úti á götu til klukkan hálf fimm. Þeir fundu held ég bara engan stað fyrir mig.“ Angelo segir að Félagsþjónustan í Reykjavík hafi boðið sér gistipláss hér og þar um bæinn í einn og einn dag á gistiheimilum en það henti sér ekki. „Ég er bíllaus og get ekki farið milli staða endalaust. Mér er líka illt í fætinum og get ekki labbað mjög mikið. Það er samt fullkomið hérna hjá vini mínum en hann á hund og ég elska dýr,“ segir Angelo sem er þekktur fyrir jákvæðni. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að hann sé sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur. Þar kemur fram að hann sé með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Aðalmeðferð í máli Angelo fer fram 10. til 12. ágúst. Í reglugerð frá árinu 2016 kemur fram að þeir sem eru í farbanni eigi rétt á fjárhagsaðstoð vegna framfærslu og greiðslu húsnæðis. Það er því ekki skylda að útvega húsnæðinu. Í svari frá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka mál en samkvæmt reglum er fjárhagsaðstoð veitt vegna framfærslu og greiðslu fyrir húsnæði og aðstoðar velferðarþjónustan viðkomandi einstakling við að finna húsnæði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira