Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira