Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2017 12:10 Lögreglumenn handtaka ungan mann á mótmælum í miðborg Moskvu í dag. Yfirvöld veittu ekki heimild til mótmælanna. Vísir/EPA Tugir mótmælenda voru handteknir á mótmælum sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvatti til víða um Rússland í dag. Krafa mótmælenda var afsögn Dmitrís Medvedev, forsætisráðherra, vegna spillingar.Washington Post segir að mótmælin í dag séu þau umfangsmestu í Rússlandi frá því að götumótmæli áttu sér stað árin 2011 og 2012 í kjölfar ásakana um kosningasvindl. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir flestum mótmælunum. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní hvatti til mótmælanna í kjölfar ásakana hans um að Medvedev hafi sankað að sér eignum í krafti stöðu sinnar, þar á meðal vínekrum, lúxussnekkjum og íburðarmiklum villum að andvirði meira en milljarði dollara. Rússneska ríkissjónvarpið þagði þunnu hljóði um mótmælin sem Navalní segir að hafi farið fram í fleiri en áttatíu borgum og bæjum um allt Rússland samkvæmt frétt Reuters. Navalní, sem stefnir á forsetaframboð á næsta ári, hefur sjálfur verið rannsakaður vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. Hann segir rannsóknirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Hlaut hann dóm fyrir fjárdrátt árið 2013 en Mannréttindadómstóll Evrópu taldi að hann hefði ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar. Hæstiréttur Rússlands fyrirskipaði í nóvember að réttað skyldi aftur yfir Navalní. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt og dæmdur í fimm ára fangelsi í síðasta mánuði. Dómurinn gerir honum ókleift að bjóða sig fram til forseta samkvæmt rússneskum lögum.Uppfært 12:16:Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Alexii Navalní hafi verið handtekinn í mótmælum í Moskvu. Mótmælendur hafi reynt að koma í veg fyrir að Navalní væri fluttur burt í lögreglubíl. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Tugir mótmælenda voru handteknir á mótmælum sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvatti til víða um Rússland í dag. Krafa mótmælenda var afsögn Dmitrís Medvedev, forsætisráðherra, vegna spillingar.Washington Post segir að mótmælin í dag séu þau umfangsmestu í Rússlandi frá því að götumótmæli áttu sér stað árin 2011 og 2012 í kjölfar ásakana um kosningasvindl. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir flestum mótmælunum. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní hvatti til mótmælanna í kjölfar ásakana hans um að Medvedev hafi sankað að sér eignum í krafti stöðu sinnar, þar á meðal vínekrum, lúxussnekkjum og íburðarmiklum villum að andvirði meira en milljarði dollara. Rússneska ríkissjónvarpið þagði þunnu hljóði um mótmælin sem Navalní segir að hafi farið fram í fleiri en áttatíu borgum og bæjum um allt Rússland samkvæmt frétt Reuters. Navalní, sem stefnir á forsetaframboð á næsta ári, hefur sjálfur verið rannsakaður vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. Hann segir rannsóknirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga. Hlaut hann dóm fyrir fjárdrátt árið 2013 en Mannréttindadómstóll Evrópu taldi að hann hefði ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar. Hæstiréttur Rússlands fyrirskipaði í nóvember að réttað skyldi aftur yfir Navalní. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt og dæmdur í fimm ára fangelsi í síðasta mánuði. Dómurinn gerir honum ókleift að bjóða sig fram til forseta samkvæmt rússneskum lögum.Uppfært 12:16:Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Alexii Navalní hafi verið handtekinn í mótmælum í Moskvu. Mótmælendur hafi reynt að koma í veg fyrir að Navalní væri fluttur burt í lögreglubíl.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira