Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 22:50 Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. Fréttaskýrendur segja mótmælin beinast einna helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meðal þeirra handteknu er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aleksei Navalny, sem var handtekinn í Moskvu þar sem þúsundur höfðu komið saman í stærstu mótmælum í landinu í 5 ár. Mótmælin í höfuðborginni voru í formi friðsællar kröfugöngu meðfram aðalverslunargötu borgarinnar. Var það gert til að koma í veg fyrir að lög um samkomur yrðu brotin en rússneska lögreglan hefur lagaheimild til að skerast í leikinn ef hún telur of stóran kyrrstæðan hóp hafa safnast saman. Sambærileg mótmæli fóru fram í um 99 borgum allt landið, allt frá Vladivostok í austri til Kaliningrad í vestri, að sögn skipuleggjenda.Mótmæli sem þessi fátíð Öll nema 17 þessara mótmæla hafa yfirvöld sagt vera ólögleg. Í Moskvu reyndu einhverjir mótmælendur að hefta för lögreglubifreiða sem varð til þess að þyrlur og óeirðarsveitir voru ræstar út. Þrátt fyrir margar harkalegar handtökur segja miðlar vestanhafs, en rússnesku ríkismiðlarnir fjalla lítið um málið í dag, að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið að mestu verið eftir bókinni. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan árið 2012 en mótmæli gegn stjórnvöldum, sérstaklega ef þau beinast gegn Pútín sjálfum, eru afar fátíð í landinu. Navalny hefur lengi verið harður gagnrýnandi forsetans og var hann handtekinn sem fyrr segir í höfuðborginni í dag. Fjölmargir mótmælendur reyndu að losa hann úr haldi lögreglunnar en á Twitter-síðu sinni í dag segir Navalny að honum líði vel og að skoðanasystkin hans ættu að halda mótmælunum áfram. Skipuleggjendum mótmælanna og lögreglu ber ekki saman um fjölda þeirra sem handteknir voru í dag. Lögreglan segir þá vera um 500 talsins en mótmælendur segja þá vera minnst tvöfalt fleiri. Hér að neðan má sjá myndbönd frá mótmælunum í dag.Площадь Восстания используется по назначению! #ДимонОтветит #ОнНамНеДимон #Навальный2018 pic.twitter.com/qDoaQRzkEx— desetfree (@desetfree) March 26, 2017 Петербург сегодня. Люди пришли и готовы предъявлять власти жёсткие политические требования pic.twitter.com/sNpNRdLEQN— Andrey Pivovarov (@brewerov) March 26, 2017 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. Fréttaskýrendur segja mótmælin beinast einna helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meðal þeirra handteknu er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aleksei Navalny, sem var handtekinn í Moskvu þar sem þúsundur höfðu komið saman í stærstu mótmælum í landinu í 5 ár. Mótmælin í höfuðborginni voru í formi friðsællar kröfugöngu meðfram aðalverslunargötu borgarinnar. Var það gert til að koma í veg fyrir að lög um samkomur yrðu brotin en rússneska lögreglan hefur lagaheimild til að skerast í leikinn ef hún telur of stóran kyrrstæðan hóp hafa safnast saman. Sambærileg mótmæli fóru fram í um 99 borgum allt landið, allt frá Vladivostok í austri til Kaliningrad í vestri, að sögn skipuleggjenda.Mótmæli sem þessi fátíð Öll nema 17 þessara mótmæla hafa yfirvöld sagt vera ólögleg. Í Moskvu reyndu einhverjir mótmælendur að hefta för lögreglubifreiða sem varð til þess að þyrlur og óeirðarsveitir voru ræstar út. Þrátt fyrir margar harkalegar handtökur segja miðlar vestanhafs, en rússnesku ríkismiðlarnir fjalla lítið um málið í dag, að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið að mestu verið eftir bókinni. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan árið 2012 en mótmæli gegn stjórnvöldum, sérstaklega ef þau beinast gegn Pútín sjálfum, eru afar fátíð í landinu. Navalny hefur lengi verið harður gagnrýnandi forsetans og var hann handtekinn sem fyrr segir í höfuðborginni í dag. Fjölmargir mótmælendur reyndu að losa hann úr haldi lögreglunnar en á Twitter-síðu sinni í dag segir Navalny að honum líði vel og að skoðanasystkin hans ættu að halda mótmælunum áfram. Skipuleggjendum mótmælanna og lögreglu ber ekki saman um fjölda þeirra sem handteknir voru í dag. Lögreglan segir þá vera um 500 talsins en mótmælendur segja þá vera minnst tvöfalt fleiri. Hér að neðan má sjá myndbönd frá mótmælunum í dag.Площадь Восстания используется по назначению! #ДимонОтветит #ОнНамНеДимон #Навальный2018 pic.twitter.com/qDoaQRzkEx— desetfree (@desetfree) March 26, 2017 Петербург сегодня. Люди пришли и готовы предъявлять власти жёсткие политические требования pic.twitter.com/sNpNRdLEQN— Andrey Pivovarov (@brewerov) March 26, 2017
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent