Erlent

Árásarmaðurinn í París handtekinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikill aðbúnaður lögreglu var við Place de Verdun í morgun eftir að tilkynning barst um árásina.
Mikill aðbúnaður lögreglu var við Place de Verdun í morgun eftir að tilkynning barst um árásina. Vísir/AFP
Lögregla í Frakklandi hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa ekið á hóp hermanna í París í morgun.

Maðurinn var skotinn niður og að því búnu handtekinn eftir „dramatískan“ bílaeltingarleik, að því er fram kemur í frétt BBC. Lögregla elti manninn sem keyrði rakleiðis af vettvangi eftir áreksturinn og út á A16-hraðbrautina í norðurhluta Frakklands. Þar var maðurinn skotinn niður en BMW-bifreiðin sem maðurinn ók var alsett byssukúlum eftir viðureignina við lögreglu.

Sex hermenn særðust í árásinni í morgun, tveir alvarlega, er þeir voru keyrðir niður við Place de Verdun, ekki langt frá ráðhúsi sveitarfélagsins Levallois-Perret í norðvesturhluta Parísar. Enginn hermannanna er þó talinn í lífshættu.

Einn lögreglumaður er sagður hafa særst við eftirförina. Þá rakst bifreið hins handtekna utan í aðrar bifreiðar við eltingarleikinn.

Talið er að ákeyrslan í morgun hafi verið að ásettu ráði. Maðurinn sem lögregla skaut niður og handtók vegna gruns um verknaðinn er á fertugsaldri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×