Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 15:06 Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. Nokkur óvissa var um hvort að regla um að halda tveggja metra fjarlægð á milli fólks yrði í gildi í leik- og grunnskólum þegar byrjað verður að létta á sóttvarnaaðgerðum 4. maí um helgina. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að leik- og grunnskólar gætu starfað með hefðbundnum hætti á upplýsingafundi almannavarna í gær en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fullyrti að tveggja metra reglan yrði í gildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Víðir rakti misræmið í yfirlýsingum þeirra til þess að hann hefði ekki staðið sig nægilega vel í að miðla upplýsingum til menntamálaráðuneytisins. Ráðherra hefði byggt ummæli sín á fyrri yfirlýsingum almannavarna um skólahald. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók af tvímæli og sagðist hafa lagt til við heilbrigðisráðherra að hefja mætti leik- og grunnskólastarf með hefðbundnum hætti. Erfitt væri að framfylgja tveggja metra reglunni í skólunum og einnig væru heilbrigðisyfirvöld að fá betri og meiri upplýsingar um að smit væru fátíð á meðal barna yngri en tólf ára. Þá væru vísbendingar úr smitrakningu um að smit frá börnum til fullorðinna ættu sér varla stað. Það væru fyrst og fremst fullorðnir sem smiti börn. Börn séu því ekki þungmiðja í sóttvarnaráðstöfunum nú eins og gildi þó í mörgum öðrum sjúkdómum. „Á þeim grunni teljum við að við getum aflétt þessum takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskóla, þar á meðal á þessari tveggja metra reglu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 10:19 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. Nokkur óvissa var um hvort að regla um að halda tveggja metra fjarlægð á milli fólks yrði í gildi í leik- og grunnskólum þegar byrjað verður að létta á sóttvarnaaðgerðum 4. maí um helgina. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að leik- og grunnskólar gætu starfað með hefðbundnum hætti á upplýsingafundi almannavarna í gær en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fullyrti að tveggja metra reglan yrði í gildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Víðir rakti misræmið í yfirlýsingum þeirra til þess að hann hefði ekki staðið sig nægilega vel í að miðla upplýsingum til menntamálaráðuneytisins. Ráðherra hefði byggt ummæli sín á fyrri yfirlýsingum almannavarna um skólahald. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók af tvímæli og sagðist hafa lagt til við heilbrigðisráðherra að hefja mætti leik- og grunnskólastarf með hefðbundnum hætti. Erfitt væri að framfylgja tveggja metra reglunni í skólunum og einnig væru heilbrigðisyfirvöld að fá betri og meiri upplýsingar um að smit væru fátíð á meðal barna yngri en tólf ára. Þá væru vísbendingar úr smitrakningu um að smit frá börnum til fullorðinna ættu sér varla stað. Það væru fyrst og fremst fullorðnir sem smiti börn. Börn séu því ekki þungmiðja í sóttvarnaráðstöfunum nú eins og gildi þó í mörgum öðrum sjúkdómum. „Á þeim grunni teljum við að við getum aflétt þessum takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskóla, þar á meðal á þessari tveggja metra reglu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 10:19 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48
Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 10:19
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent