Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 18:48 Reglan um tveggja metra fjarlægð á milli fólks mun áfram gilda í skólum eftir 4. maí að sögn menntamálaráðherra. Skólastjórnendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þessar reglur muni hafa veruleg áhrif á skólastarf. Yfirlögregluþjónn sagði á fundi almannavarna í dag að skólahald ætti þá að geta orðið líkt og fyrir samkomubann. Skólastjórnendur hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni í grunnskólum vegna kórónuveirunnar og sagði skólastjóri Seljaskóla í fréttum fyrir helgi að skólastarf gæti ekki farið fram með eðlilegum hætti ef reglan um tvo metra á milli barna og takmörk um færri en fimmtíu manns á sama svæði taki til leik- og grunnskóla. „Tillaga sóttvarnarlæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra ræður hvað þetta varðar og við verðum að taka tillit til þess. Ég hef líka heyrt í ótal skólafólki um allt land sem segir, jú þetta er áskorun en við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Þannig þú ert að segja að reglan muni gilda í grunnskólum- og leikskólum? „Reglan gildir, já,“ sagði Lilja. Lilja AlfreðsdóttirVísir/vilhelm Skólastjórnendur verði því að skipuleggja skólastarf eftir þessum reglum. Verið sé að útfæra þá framkvæmd að skólasund og íþróttir í skólum geti farið fram. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. „Við ætlum að gera það að verkum að sú hugsun sem var í upphafi að skólastarf leik- og grunnskóla og íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólahaldi geti frá og með 4. maí verið með nánast óheftum hætti eins og aðstæður leyfa en það má segja að það verði eins og það var fyrir fyrsta samkomubann,“ sagði Víðir Reynisson. Samtal er nú á milli skólastjórnenda og þeirra hópa sem eru í hvað mestri brottfallshættu auk þeirra barna sem hafa verið félagslega einangruð. „Kennararnir eru að tala við þá nemendur sem eru í viðkvæmri stöðu. Ég heyri það líka á fræðsluyfirvöldum um allt land að það sé verið að nálgast þetta með þessum hætti. Þetta verður mikil vinna en við getum farið í hana,“ sagði Lilja. Reglur um skólasókn verði áfram sveigjanlegar. „Ég hvet auðvitað alla til þess að sinna þeirri fræðsluskyldu sem uppi er en ég segi líka að við verðum að sýna ákveðinn sveigjanleika þegar það eru inni á heimili einstaklingar með mikla undirliggjandi sjúkdóma þá þarf að taka tillit til þess,“ sagði Lilja. Fréttin var uppfærð kl 21:21 með upplýsingum frá menntamálaráðherra: Nú er í gildi takmörkun á skólahaldi, á öllum skólastigum, sem gerir það að verkum að leikskólabörn eru eins aðskilin og kostur er, og að nemendur í grunnskóla skuli ekki vera fleiri en 20 nemendur í sömu stofu, til að tryggja eins mikla fjarlægð á milli þeirra eins og unnt er. Áréttað skal að ákvörðun um það hvernig takmörkunum á skólastarfi verður aflétt mun koma fram í auglýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Auglýsingin er enn í vinnslu heilbrigðisráðuneytis. Hún verður birt á allra næstu dögum. Mikilvægt er að horfa til þess að ólíkar takmarkanir eru á skólastarfi eftir aldri nemenda Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna. 19. apríl 2020 13:37 Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. 16. apríl 2020 22:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Reglan um tveggja metra fjarlægð á milli fólks mun áfram gilda í skólum eftir 4. maí að sögn menntamálaráðherra. Skólastjórnendur hafa lýst yfir áhyggjum af því að þessar reglur muni hafa veruleg áhrif á skólastarf. Yfirlögregluþjónn sagði á fundi almannavarna í dag að skólahald ætti þá að geta orðið líkt og fyrir samkomubann. Skólastjórnendur hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni í grunnskólum vegna kórónuveirunnar og sagði skólastjóri Seljaskóla í fréttum fyrir helgi að skólastarf gæti ekki farið fram með eðlilegum hætti ef reglan um tvo metra á milli barna og takmörk um færri en fimmtíu manns á sama svæði taki til leik- og grunnskóla. „Tillaga sóttvarnarlæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra ræður hvað þetta varðar og við verðum að taka tillit til þess. Ég hef líka heyrt í ótal skólafólki um allt land sem segir, jú þetta er áskorun en við gerum það sem þarf,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Þannig þú ert að segja að reglan muni gilda í grunnskólum- og leikskólum? „Reglan gildir, já,“ sagði Lilja. Lilja AlfreðsdóttirVísir/vilhelm Skólastjórnendur verði því að skipuleggja skólastarf eftir þessum reglum. Verið sé að útfæra þá framkvæmd að skólasund og íþróttir í skólum geti farið fram. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. „Við ætlum að gera það að verkum að sú hugsun sem var í upphafi að skólastarf leik- og grunnskóla og íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólahaldi geti frá og með 4. maí verið með nánast óheftum hætti eins og aðstæður leyfa en það má segja að það verði eins og það var fyrir fyrsta samkomubann,“ sagði Víðir Reynisson. Samtal er nú á milli skólastjórnenda og þeirra hópa sem eru í hvað mestri brottfallshættu auk þeirra barna sem hafa verið félagslega einangruð. „Kennararnir eru að tala við þá nemendur sem eru í viðkvæmri stöðu. Ég heyri það líka á fræðsluyfirvöldum um allt land að það sé verið að nálgast þetta með þessum hætti. Þetta verður mikil vinna en við getum farið í hana,“ sagði Lilja. Reglur um skólasókn verði áfram sveigjanlegar. „Ég hvet auðvitað alla til þess að sinna þeirri fræðsluskyldu sem uppi er en ég segi líka að við verðum að sýna ákveðinn sveigjanleika þegar það eru inni á heimili einstaklingar með mikla undirliggjandi sjúkdóma þá þarf að taka tillit til þess,“ sagði Lilja. Fréttin var uppfærð kl 21:21 með upplýsingum frá menntamálaráðherra: Nú er í gildi takmörkun á skólahaldi, á öllum skólastigum, sem gerir það að verkum að leikskólabörn eru eins aðskilin og kostur er, og að nemendur í grunnskóla skuli ekki vera fleiri en 20 nemendur í sömu stofu, til að tryggja eins mikla fjarlægð á milli þeirra eins og unnt er. Áréttað skal að ákvörðun um það hvernig takmörkunum á skólastarfi verður aflétt mun koma fram í auglýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Auglýsingin er enn í vinnslu heilbrigðisráðuneytis. Hún verður birt á allra næstu dögum. Mikilvægt er að horfa til þess að ólíkar takmarkanir eru á skólastarfi eftir aldri nemenda
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna. 19. apríl 2020 13:37 Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. 16. apríl 2020 22:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna. 19. apríl 2020 13:37
Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. 16. apríl 2020 22:22