Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 10:19 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda