Segir kvótakerfið risaskref í umhverfismálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Sex af ráðherrum ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðaáætlunina í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. vísir/eyþór Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira