Mikið tjón þegar uppgerð hlaða og fjós brunnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2020 11:00 Töluverðan tíma tók að komast að eldi sem var meðal annaras í þaki. Notast var við vatn og froðu. Vísir/Jóhann K. Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi og gistiaðstöðu að Skrauthólum á Kjalarnesi í morgun. Um tíu manns voru innandyra þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn um klukkan hálf átta í morgun og voru slökkviliðsmenn sendir frá þremur slökkvistöðvum á vettvang. Húsið sem áður var fjós og hlaða hefur verið gert upp og er nú samkomuhús og gistiaðstaða. Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang. Slökkvistarf gekk vel.Vísir/Jóhann K. Fólk innandyra þegar eldurinn kom upp en enginn í hættu „Þegar við komum á staðinn þá voru íbúarnir komnir út á hlaðið. Það var töluvert mikill reykur þannig að við sendum strax reykkafara inn og fundum eldinn þarna inni í gamla fjósinu,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn náði ekki að gistiaðstöðu staðarins en um tíu manns voru þar þegar slökkvilið bar að. „Ætli það hafi verið svona um tíu manns,“ segir Þórður. Var fólkið í hættu? „Nei, engri hættu,“ segir Þórður. Allir komnir út? „Allir komnir út og slökkvistarf gekk vel,“ segir Þórður. Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Jóhann K. Slökkvistarf tók langan tíma Eldurinn var einna mestur í þaki og þurftu slökkviliðsmenn að bora sig í gegn á nokkrum stöðum til þess að koma vatni og froðu að. Ekki urðu vandræði með að fá vatn. til slökkvistarfsins þrátt fyrir að engir brunahanar séu nærri. Var það flutt meðal annars með tankbíl á vettvang. Töluvert tjón var vegna elds, reyks og vatns. Áttið þið ykkur á eldsupptökun? „Já, lögreglan er komin á staðinn og þeir eru að rannsaka líkleg eldsupptök,“ segir Þórður. Eitthvað sem gefið er upp? „Ekki að svo komnu máli,“ segir Þórður. Gistiaðstaðan og samkomuhúsið liggja saman. Eldur komst ekki að gistiaðstöðunni.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Sjúkraflutningar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi og gistiaðstöðu að Skrauthólum á Kjalarnesi í morgun. Um tíu manns voru innandyra þegar eldurinn kom upp en engan sakaði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn um klukkan hálf átta í morgun og voru slökkviliðsmenn sendir frá þremur slökkvistöðvum á vettvang. Húsið sem áður var fjós og hlaða hefur verið gert upp og er nú samkomuhús og gistiaðstaða. Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang. Slökkvistarf gekk vel.Vísir/Jóhann K. Fólk innandyra þegar eldurinn kom upp en enginn í hættu „Þegar við komum á staðinn þá voru íbúarnir komnir út á hlaðið. Það var töluvert mikill reykur þannig að við sendum strax reykkafara inn og fundum eldinn þarna inni í gamla fjósinu,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn náði ekki að gistiaðstöðu staðarins en um tíu manns voru þar þegar slökkvilið bar að. „Ætli það hafi verið svona um tíu manns,“ segir Þórður. Var fólkið í hættu? „Nei, engri hættu,“ segir Þórður. Allir komnir út? „Allir komnir út og slökkvistarf gekk vel,“ segir Þórður. Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Jóhann K. Slökkvistarf tók langan tíma Eldurinn var einna mestur í þaki og þurftu slökkviliðsmenn að bora sig í gegn á nokkrum stöðum til þess að koma vatni og froðu að. Ekki urðu vandræði með að fá vatn. til slökkvistarfsins þrátt fyrir að engir brunahanar séu nærri. Var það flutt meðal annars með tankbíl á vettvang. Töluvert tjón var vegna elds, reyks og vatns. Áttið þið ykkur á eldsupptökun? „Já, lögreglan er komin á staðinn og þeir eru að rannsaka líkleg eldsupptök,“ segir Þórður. Eitthvað sem gefið er upp? „Ekki að svo komnu máli,“ segir Þórður. Gistiaðstaðan og samkomuhúsið liggja saman. Eldur komst ekki að gistiaðstöðunni.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira