Innlent

Umferðin dróst saman um fimmtung í mars

Kjartan Kjartansson skrifar
Meðalsólarhringsumferð um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eftir staðalvikum.
Meðalsólarhringsumferð um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eftir staðalvikum. Vegagerðin

Rúmlega 35.000 færri bílum var ekið um götur höfuðborgarsvæðisins að meðaltali á dag í mars en á sama tíma í fyrra og er það rúmlega fimmtungs samdráttur. Mest dróst umferð um Hafnarfjarðarveg saman.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar kemur fram að samdrátturinn á umferð haldi áfram að aukast eftir því sem samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins er hert. Í þremur lykil mælisniðum Vegagerðarinnar hefur umferð dregist saman um 21% í marsmánuði borið saman við í fyrra.

Samdráttur í umferð er sagður langmestur bæði hlutfallslega og í fjölda ökutækja um Hafnarfjarðarveg. Umferð um Reykjanesbraut og Vesturlandsveg dróst hlutfallslega svipað saman. Vegagerðin segist ekki hafa skýringar á hvers vegna umferð dregst svo mikið meira saman um Hafnarfjarðarveg en í hinum tveimur mælisniðunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.