Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 10:30 Arnar Gunnlaugsson stýrði Víkingum til bikarmeistaratitils síðasta sumar. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkinga, segir að lærisveinar hans séu tilbúnir til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Þetta staðfesti hann í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku og þar sagði hann einnig að leikmannahópurinn sé klár. Víkingar urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH síðasta sumar en voru lengi vel í baráttunni við botn deildarinnar. Arnar innleiddi nýjan leikstíl hjá félaginu sem tók sinn tíma að fínpússa en hann segir marga leikmenn hafa tekið mikla framförum undir sinni stjórn og ekki bara inni á vellinum. „Hópurinn er tilbúinn. Við þurfum ekki neinn leikmann. Við erum „fit“ og erum klárir. Við erum með mjög góða blöndu af eldri leikmönnum og mjög efnilega stráka. Það er búið að vera mjög ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á leikmönnum milli ára. Þetta er búið að vera eitt og hálft ár og það er búið að vera gaman að þróast sem karakterar og persónur. Til að svara spurningunni þá erum við tilbúnir,“ sagði Arnar kokhraustur. Hann svaraði spurningunni um hvort að Víkingur ætlaði að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar á þennan hátt: „Já, klárlega. Við getum ekki falið okkur á bakvið þann sannleika að við erum með nægilega gott lið til þess að kljást um titilinn en það eru mörg góð lið þarna. Breiðabilk er með frábært lið og frábæran þjálfara. Ég er spenntur að sjá hvernig þeim reiðir af í sumar því ég var mikill aðdáandi Óskars hjá Gróttu. KR er alltaf KR. Þeir unnu mótið gríðarlega sannfærandi í fyrra og verða sterkari núna. Valur er komið með einn besta þjálfara í sögu Íslands.“ „Það hefur lítið verið talað um Stjörnuna og talað um FH á allt öðrum forsendum en undanfarin ár. Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Ég held að það séu fjögur til fimm lið sem geta gert tilkall til titilsins sem er kannski eins og alltaf en mér finnst að það séu komin ný lið inn í þetta sem vonandi verða Víkingar og eitt eða tvö lið í viðbót,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um toppbaráttuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira