Fótbolti

Shearer segir Aguero betri en Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City Teams Celebration Parade MANCHESTER, ENGLAND - MAY 20: Sergio Aguero of Manchester City celebrates with the Premier League trophy during the Manchester City Teams Celebration Parade on May 20, 2019 in Manchester, England. (Photo by Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images)
Manchester City Teams Celebration Parade MANCHESTER, ENGLAND - MAY 20: Sergio Aguero of Manchester City celebrates with the Premier League trophy during the Manchester City Teams Celebration Parade on May 20, 2019 in Manchester, England. (Photo by Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images)

Alan Shearer, goðsögn, setur Sergio Aguero ofar en Thierry Henry á lista yfir bestu framherja ensku úrvalsdeildarinnar. Shearer setur þó sjálfan sig í efsta sætið.

Umræðuefnið var til umræðu í Match of the Day þar sem Shearer og Ian Wright ræddu stöðuna ásamt stjórnandanum Gary Lineker. Wright og Lineker völdu Henry en Shearer var ekki á sama máli.

„Aguero er nú 32 ára og hann er enn að negla inn mörkum hægri, vinstri. Ég veit að hann er að spila í stórkostlegu liði en 180 mörk, 260 leikir og sérðu hvað hann hefur unnið,“ sagði Shearer og hélt áfram:

„Ég elska þá báða. Thierry var öðruvísi. Hlutverk framherja hefur breyst mikið. Þú verður að skora mörk og þeir eru ekki bara miklir markaskorarar heldur hafa þeir einnig skorað frábær mörk í gegnum tíðina.“

Aguero er markahæsti erlendi leikmaðurinn í enska boltanum en hann hefur skorað 180 mörk, rétt á undan Henry sem skoraði 176 mörk í 258 leikjum. Aguero hefur leikið 261 leik í ensku úrvalsdeildinni.

Argentínumaðurinn hefur einnig unnið deildina fjórum sinnum en Henry vann hana í tvígang.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.