Fótbolti

„Bruno er að gera það sem Pogba átti að gera“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno Fernandes fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Manchester United.
Bruno Fernandes fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Manchester United. Getty/Clive Brunskill

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal og franska landsliðsins, segir að Bruno Fernandes hafi komið inn með þá hluti í lið Manchester United sem Paul Pogba átti að koma með inn í félagið.

Fernandes hefur verið magnaður frá því að hann kom til félagsins frá portúgalska liðinu Sporting. Hann hefur leikið níu leiki og skorað í þeim þrjú mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar.

„Fernandes hefur haft mikil áhrif. Á þessum tveimur mánuðum er hann bestu kaupin á markaðnum í janúar. Hann hefur haft rosaleg áhrif. Það er eins og hann hafi verið í félaginu í sex ár,“ sagði Petit við Mirror og hélt áfram:

„Hann hefur breyt hugarfarinu í búningsklefanum. Það er erfitt að koma inn á miðju tímabili og gera þetta. Paul Pogba átti að gera þetta hjá United. Þetta hefði hann átt að gera og leiða liðið inni á vellinum.“

Þrátt fyrir gagnrýnina á Pogba segir Petit að það hlakki í honum að sjá þessa tvo frábæru leikmenn spila saman en Pogba hefur verið á meiðslalistanum frá því að Bruno kom til Rauðu djöflanna.

„Ég hlakka hins vegar til að sjá þá saman á vellinum. Ég vil sjá hvort að það virki og ég er nokkuð viss um að það geti virkað,“ sagði Petit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×