Mönnun gæti orðið hindrandi þáttur þegar tekist verður á við álag á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:31 Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira
Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira