Mönnun gæti orðið hindrandi þáttur þegar tekist verður á við álag á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:31 Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Innlagnir vegna alvarlegra veikinda af völdum kórónuveirunnar ná hámarki í næstu viku samkvæmt nýrri spá. Tíu eru nú á gjörgæslu og fylgir fjöldi þeirra svartsýnustu spám. Spár gera ráð fyrir átján inniliggjandi sjúklingum þegar mest verður. Forstjóri Landspítalans segir að aðstaða verði ekki hindrandi þáttur á deildinni, heldur mönnun. Í heildina eru einmitt átján rúm á gjörgæsludeild spítalans, en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að svigrúm til að opna fleiri rúm sé fyrir hendi. „Við erum í grunninn með sex rúm á gjörgæslunni í Fossvogi. Við höfum nú bætt við það og erum með átján rúm, og erum að nota tíu af þeim nú þegar. Síðan þegar því lýkur þá höfum við svigrúm til að opna fleiri rúm, bæði í Fossvogi og á Hringbraut.“ Hann segir að búnaður og aðstaða verði ekki takmarkandi þáttur í því að takast á við gjörgæsluinnlagnir vegna COVID-19. Mönnun deildarinnar geti hins vegar orðið það. „Við höfum í raun unnið með sviðsmyndir sem eru mun svartari en það svartasta sem hefur verið að koma fram núna. Við sjáum í gegn um þetta en auðvitað verður það heilmikil áskorun. Við reiðum okkur mjög á framlag heilbrigðisstarfsfólks sem kemur annars staðar frá,“ segir Páll og minnir á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar, sem fólk með heilbrigðismenntun getur skráð sig í og verið þannig til taks ef kalla þarf út aukinn mannskap til að bregðast við manneklu í kerfinu. „Ég veit að sumir eru kannski hikandi eftir að hafa verið lengi frá því að vinna á spítala eða í heilbrigðiskerfinu, fólk sem er með heilbrigðismenntun. Við erum með svona skyndinámskeið til þess að undirbúa fólk svo það geti stokkið inn í hringiðuna sem fyrst.“ Fylgjast vel með sjúklingum á Landakoti Sex smit hafa komið upp í sjúklingum á öldrunarlækningadeild spítalans á Landakoti. Um er að ræða eldra fólk sem er þar af leiðandi í sérstökum áhættuhópi með tilliti til COVID-19. „Þetta fólk er allt enn inniliggjandi á Landakoti, er þar í einangrun á deild sem er lokuð. Þeirra heilsa er bara þokkaleg, en auðvitað þarf að fylgjast náið með þessum einstaklingum og tryggja að þeirra heilsa verði sem best.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent