Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2020 19:15 Þórdís Erla Björnsdóttir hefur verði heima með langveikan son sinn í tvær vikur. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50