Rukka lengur og meira og gjaldskylda á sunnudögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 12:17 Það verður dýrar að leggja bílnum í miðborginni með samþykkt tillögunnar. Vísir/vilhelm Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.Sjá einnig: Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og aðalmaður í skipulags- og samgönguráði greindi frá samþyktinni á Twitter-reikningi sínum í gær.Í skipulags og samgönguráði samþykktum við að lengja gjaldskyldutíma til kl. 20 á vinsælustu stöðum. Þá verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum #aðförin #scpv— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) September 11, 2019 Gjaldskyldutillögurnar voru samþykktar í ráðinu af borgarfulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Í samþykktinni, sem nú er aðgengileg í fundargerð ráðsins á vef Reykjavíkurborgar, kemur fram að gjaldsvæði í borginni verði stækkað og afmarkast nú eins og sést á meðfylgjandi korti. Þá verður Borgartún gert að gjaldsvæði 1 í stað gjaldsvæðis 2, frá Katrínartúni að Bríetartúni.Skjáskot/ReykjavíkurborgEinnig verður gjaldskylda lengd á gjaldsvæði 1, að undanskildu Borgartúni, frá 9-20 virka daga og frá 10-20 á laugardögum. Þá verði gjaldskylda sett á svæðið á sunnudögum frá 10-16, einnig að undanskildu Borgartúni. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Gjald hækkað fyrir gjaldsvæði 1 úr 340 kr/klst í 400 kr/klst og á gjaldsvæði 2 og 4 úr 190 kr/klst í 200 kr/klst. Á gjaldsvæði 3 verður sú breyting gerð að gjaldið verði 100 kr/klst í stða þess að vera 190 kr/klst fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar og 55 kr/klst eftir það. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta að leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum. Gagnbókun fulltrúa Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hljóðaði svo:Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla. Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.Sjá einnig: Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og aðalmaður í skipulags- og samgönguráði greindi frá samþyktinni á Twitter-reikningi sínum í gær.Í skipulags og samgönguráði samþykktum við að lengja gjaldskyldutíma til kl. 20 á vinsælustu stöðum. Þá verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum #aðförin #scpv— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) September 11, 2019 Gjaldskyldutillögurnar voru samþykktar í ráðinu af borgarfulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Í samþykktinni, sem nú er aðgengileg í fundargerð ráðsins á vef Reykjavíkurborgar, kemur fram að gjaldsvæði í borginni verði stækkað og afmarkast nú eins og sést á meðfylgjandi korti. Þá verður Borgartún gert að gjaldsvæði 1 í stað gjaldsvæðis 2, frá Katrínartúni að Bríetartúni.Skjáskot/ReykjavíkurborgEinnig verður gjaldskylda lengd á gjaldsvæði 1, að undanskildu Borgartúni, frá 9-20 virka daga og frá 10-20 á laugardögum. Þá verði gjaldskylda sett á svæðið á sunnudögum frá 10-16, einnig að undanskildu Borgartúni. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Gjald hækkað fyrir gjaldsvæði 1 úr 340 kr/klst í 400 kr/klst og á gjaldsvæði 2 og 4 úr 190 kr/klst í 200 kr/klst. Á gjaldsvæði 3 verður sú breyting gerð að gjaldið verði 100 kr/klst í stða þess að vera 190 kr/klst fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar og 55 kr/klst eftir það. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta að leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum. Gagnbókun fulltrúa Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hljóðaði svo:Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla.
Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26