Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2019 18:30 Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira