Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2019 18:30 Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira