Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:22 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira