Segir það sanngjarnt ef Liverpool myndi fá afhentan titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 30. mars 2020 07:30 Gündogan í leik gegn Liverpool fyrr á þessari leiktíð. vísir/getty Ilkay Gündogan, miðjumaður Manchester City, segir að það væri sanngjarnt ef Liverpool yrði afhent enski meistaratitillinn ef tímabilið yrði blásið af. Þetta segir hann í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en hlé hefur verið gert á deildinni eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Liðin í deildinni eiga níu eða tíu leiki eftir. Gündogan segir að það væri sanngjarnt ef Bítlaborgarliðið fengi titilinn ef mótið yrði blásið af en þeir rauðklæddu hafa beðið ansi lengi eftir titlinum. „Fyrir mig væri það í lagi, já. Þú verður að vera sanngjarn í íþróttum,“ sagði Þjóðverjinn í samtali við ZDF í heimalandinu. „Það eru mismunandi skoðanir á þessu. Fyrir félög sem hafa átt gott tímabil væri það eðlilega ekki gott ef tímabilið yrði blásið af.“ „Á hinn bóginn eru lið sem hafa ekki verið að gera vel og eru mögulega í fallsætum svo að blása mótið af myndi henta þeim.“ "You have to be fair as a sportsperson."Ilkay Gundogan would be "okay" with runaway Premier League leaders Liverpool being awarded the title if the season was not completed.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 29, 2020 Félög í Þýskalandi hafa tekið á sig launalækkun sem og risarnir þar í landi hafa tekið sig saman og munu styrkja minni lið landsins með rausnarlegum fjárhæðum. Þetta hefur enn ekki komið til tals almennilega í Englandi segir sá þýski. „Auðvitað finnst mér það í lagi. Það segir sig sjálft. Ég hef verið að fylgjast vel með þessu og það hefur ekki verið rætt almennilega um þetta á Englandi. Kannski er það vegna þess að ensku félögin eru sterkari en þau þýsku á þessum tímapunkti.“ „Áhugamannaliðin eru í vandræðum og fyrir þetta voru þau einnig í vandræðum svo auðvitað er það skiljanlegt að þau hugsi um launin. Ég veit ekki hver tekur lokaákvörðunina. Fyrir mig persónulega myndi ég taka vel í það að taka á mig launalækkun en ef það eru leikmenn sem vilja það ekki, þá verður að virða þeirra skoðun.“ Ilkay Gundogan says it would only be "fair" to award Liverpool the Premier League title if the season is not completed because of coronavirus.Read more: https://t.co/FzyESLI69q pic.twitter.com/9eblx27CIh— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Ilkay Gündogan, miðjumaður Manchester City, segir að það væri sanngjarnt ef Liverpool yrði afhent enski meistaratitillinn ef tímabilið yrði blásið af. Þetta segir hann í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en hlé hefur verið gert á deildinni eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Liðin í deildinni eiga níu eða tíu leiki eftir. Gündogan segir að það væri sanngjarnt ef Bítlaborgarliðið fengi titilinn ef mótið yrði blásið af en þeir rauðklæddu hafa beðið ansi lengi eftir titlinum. „Fyrir mig væri það í lagi, já. Þú verður að vera sanngjarn í íþróttum,“ sagði Þjóðverjinn í samtali við ZDF í heimalandinu. „Það eru mismunandi skoðanir á þessu. Fyrir félög sem hafa átt gott tímabil væri það eðlilega ekki gott ef tímabilið yrði blásið af.“ „Á hinn bóginn eru lið sem hafa ekki verið að gera vel og eru mögulega í fallsætum svo að blása mótið af myndi henta þeim.“ "You have to be fair as a sportsperson."Ilkay Gundogan would be "okay" with runaway Premier League leaders Liverpool being awarded the title if the season was not completed.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 29, 2020 Félög í Þýskalandi hafa tekið á sig launalækkun sem og risarnir þar í landi hafa tekið sig saman og munu styrkja minni lið landsins með rausnarlegum fjárhæðum. Þetta hefur enn ekki komið til tals almennilega í Englandi segir sá þýski. „Auðvitað finnst mér það í lagi. Það segir sig sjálft. Ég hef verið að fylgjast vel með þessu og það hefur ekki verið rætt almennilega um þetta á Englandi. Kannski er það vegna þess að ensku félögin eru sterkari en þau þýsku á þessum tímapunkti.“ „Áhugamannaliðin eru í vandræðum og fyrir þetta voru þau einnig í vandræðum svo auðvitað er það skiljanlegt að þau hugsi um launin. Ég veit ekki hver tekur lokaákvörðunina. Fyrir mig persónulega myndi ég taka vel í það að taka á mig launalækkun en ef það eru leikmenn sem vilja það ekki, þá verður að virða þeirra skoðun.“ Ilkay Gundogan says it would only be "fair" to award Liverpool the Premier League title if the season is not completed because of coronavirus.Read more: https://t.co/FzyESLI69q pic.twitter.com/9eblx27CIh— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira