Fótbolti

Emil átti að vera í hópnum gegn Rúmeníu: „Þeir voru ekki bara að láta mig koma heim í sótt­kví“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil á æfingu íslenska landsliðsins en hann er einn leikjahæsti leikmaður liðsins.
Emil á æfingu íslenska landsliðsins en hann er einn leikjahæsti leikmaður liðsins. vísir/getty

Emil Hallfreðsson greindi frá því í Sportinu í kvöld sem var sýnt á fimmtudagskvöldið að hann hafi átt að vera í hópnum gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020 en leikurinn átti að fara fram á fimmtudagskvöldið.

Leiknum var að endingu frestað vegna kórónuveirunnar en Emil segir að hann hefði átt að vera í hópnum. Hann hafi fengið að vita það.

„Já það var búið að tilkynna mér það. Annars hefðu þeir ekki látið mig koma heim í sóttkví og allt þetta,“ sagði Emil í þættinum á fimmtudagskvöldið.

„Þeir voru búnir að segja að ég væri í hópnum, ég og Birkir, sem var frábært. Annars hefðu þeir ekki bara látið mig koma heim og fara í sóttkví.“

„Ég hefði ekkert verið rosalega glaður að vera heima í sóttkví og svo yrði bara sagt við mig að ég væri ekki í hópnum,“ sagði Emil brosandi.

Klippa: Sportið í kvöld: Emil átti að vera í hópnum gegn Rúmeníu

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.