Fótbolti

Emil átti að vera í hópnum gegn Rúmeníu: „Þeir voru ekki bara að láta mig koma heim í sótt­kví“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil á æfingu íslenska landsliðsins en hann er einn leikjahæsti leikmaður liðsins.
Emil á æfingu íslenska landsliðsins en hann er einn leikjahæsti leikmaður liðsins. vísir/getty

Emil Hallfreðsson greindi frá því í Sportinu í kvöld sem var sýnt á fimmtudagskvöldið að hann hafi átt að vera í hópnum gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020 en leikurinn átti að fara fram á fimmtudagskvöldið.

Leiknum var að endingu frestað vegna kórónuveirunnar en Emil segir að hann hefði átt að vera í hópnum. Hann hafi fengið að vita það.

„Já það var búið að tilkynna mér það. Annars hefðu þeir ekki látið mig koma heim í sóttkví og allt þetta,“ sagði Emil í þættinum á fimmtudagskvöldið.

„Þeir voru búnir að segja að ég væri í hópnum, ég og Birkir, sem var frábært. Annars hefðu þeir ekki bara látið mig koma heim og fara í sóttkví.“

„Ég hefði ekkert verið rosalega glaður að vera heima í sóttkví og svo yrði bara sagt við mig að ég væri ekki í hópnum,“ sagði Emil brosandi.

Klippa: Sportið í kvöld: Emil átti að vera í hópnum gegn Rúmeníu

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×