Fótbolti

Að­stoðar­stjóri Chelsea velur drauma­liðið sitt úr enska boltanum: Enginn frá Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frank Lampard og Morris á hliðarlínunni fyrr í vetur.
Frank Lampard og Morris á hliðarlínunni fyrr í vetur. vísir/getty

Það er lítið að frétta í enska boltanum þessa daganna vegna kórónuveirunnar og fjölmiðlar ytra reyna allt til þess að halda lesendum sínum. Daily Mail brá á það ráð að fá Jody Morris, aðstoðarstjóra Chelsea, til þess að velja draumalið sitt úr enska boltanum.

Jody er fæddur og uppalinn hjá félaginu. Hann þjálfaði í akademíu félagsins frá 2014 til 2018 áður en hann fór með Frank Lampard til Derby á síðustu leiktíð. Þeir tóku svo saman við Chelsea-liðinu í sumar og hafa gert fína hluti.

Það var fyrirsjáanlegt að Chelsea-blóðið myndi hafa smá áhrif á liðið hans Jody en sex leikmenn sem hafa spilað með Chelsea eru í liðinu. Það eru þeir Petr Cech, Ashley Cole, John Terry, Frank Lampard, Kevin de Bruyene og Eden Hazard.

Enginn núverandi né fyrrum leikmaður Liverpool kemst í liðið en Kevin De Bruyne, Eden Hazard og Cristiano Ronaldo eru þeir þrír sem eru enn að spila í dag sem komast í liðið sem má sjá hér að neðan.

Liðið í heild sinni:

Markvörður - Petr Cech

Vinstri bakvörður - Ashley Cole

Miðvörður - John Terry

Miðvörður - Rio Ferdinand

Hægri bakvörður - Gary Neville

Miðjumaður - Patrick Viera

Miðjumaður - Frank Lampard

Miðjumaður - Kevin de Bruyne

Vinstri kantmaður - Eden Hazard

Hægri kantmaður - Cristiano Ronaldo

Framherji - Thierry HenryAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.