Fótbolti

Að­stoðar­stjóri Chelsea velur drauma­liðið sitt úr enska boltanum: Enginn frá Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frank Lampard og Morris á hliðarlínunni fyrr í vetur.
Frank Lampard og Morris á hliðarlínunni fyrr í vetur. vísir/getty

Það er lítið að frétta í enska boltanum þessa daganna vegna kórónuveirunnar og fjölmiðlar ytra reyna allt til þess að halda lesendum sínum. Daily Mail brá á það ráð að fá Jody Morris, aðstoðarstjóra Chelsea, til þess að velja draumalið sitt úr enska boltanum.

Jody er fæddur og uppalinn hjá félaginu. Hann þjálfaði í akademíu félagsins frá 2014 til 2018 áður en hann fór með Frank Lampard til Derby á síðustu leiktíð. Þeir tóku svo saman við Chelsea-liðinu í sumar og hafa gert fína hluti.

Það var fyrirsjáanlegt að Chelsea-blóðið myndi hafa smá áhrif á liðið hans Jody en sex leikmenn sem hafa spilað með Chelsea eru í liðinu. Það eru þeir Petr Cech, Ashley Cole, John Terry, Frank Lampard, Kevin de Bruyene og Eden Hazard.

Enginn núverandi né fyrrum leikmaður Liverpool kemst í liðið en Kevin De Bruyne, Eden Hazard og Cristiano Ronaldo eru þeir þrír sem eru enn að spila í dag sem komast í liðið sem má sjá hér að neðan.

Liðið í heild sinni:

Markvörður - Petr Cech

Vinstri bakvörður - Ashley Cole

Miðvörður - John Terry

Miðvörður - Rio Ferdinand

Hægri bakvörður - Gary Neville

Miðjumaður - Patrick Viera

Miðjumaður - Frank Lampard

Miðjumaður - Kevin de Bruyne

Vinstri kantmaður - Eden Hazard

Hægri kantmaður - Cristiano Ronaldo

Framherji - Thierry Henry




Fleiri fréttir

Sjá meira


×