Erlent

Joseph Lowery látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Lowery við 96 ára afmælisfögnuð sinn.
Lowery við 96 ára afmælisfögnuð sinn. Getty/Paras Griffin

Predikarinn Joseph Lowery sem var fyrirferðarmikill í baráttunni fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn 98 ára að aldri.

Lowery var fæddur 6. október 1921 í Huntsville í Alabama og giftist mannréttindafrömuðinum Evelyn Gibson árið 1950. Lowery tileiknaði líf sitt réttindabaráttunni og fór hann fyrir ýmsum stofnunum og samtökum. Lowery tók þátt, ásamt Martin Luther King jr. í baráttunni fyrir því að aðgreiningu milli svartra og hvíta í almenningssamgöngum yrði hætt eftir að Rosa Parks var handtekin 1955.

Lowery tók einnig þátt í göngunni frá Selma til Montgomery 1965. Þá studdi hann einnig réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum.

Lowery var mikils metinn vestra og flutti hann til að mynda ávarp þegar Barack Obama sór embættiseið árið 2009.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.