Fótbolti

Sportið í dag: Er þetta flottasti klefi landsins?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Innlit í búningsklefa Fjölnis.
Innlit í búningsklefa Fjölnis. mynd/s2s

Fjölnismenn eru á því að þeir séu með flottustu búningsklefa landsins en meistaraflokkar félagsins í fótbolta eru með ansi myndarlega klefa í Egilshöll.

Meistaraflokkur karla og kvenna Fjölnis æfa í Egilshöllinni allan veturinn og í miðju samkomubanni ákváðu velunnarar félagsins að taka til hendinni.

Sportið í dag fékk boð um að koma við í Egilshöllinni í dag en Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, tók þar á móti Henry Birgi Gunnarssyni og fór með honum yfir klefann.

Heitur pottur, kaldur pottur, myndarleg sófaaðstaða, risa stórt sjónvarp, innstunga fyrir hvern og einn og svo margt, margt fleira. Þennan ansi myndarlega búningsklefa má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportið í dag: Flottasti klefi landsins?

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.