Fótbolti

Segir Neymar tæknilega besta leikmann í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar er sá besti, tæknilega, í heimi segir einn besti hægri bakvörður sögunnar.
Neymar er sá besti, tæknilega, í heimi segir einn besti hægri bakvörður sögunnar. vísir/getty

Brasilíska goðsögnin, Cafu, segir að landi sinn Neymar sé tæknilega besti leikmaður í heimi. Ekki einu sinni fyrrum samherji Neymar, Lionel Messi, sé betri en hann tæknilega.

Neymar er 28 ára gamall sóknarmaður PSG sem er ansi góður fótboltamaður en hefur enn ekki náð að vera kjörinn besti leikmaður heims. Þar hefur hann orðið undir í baráttunni við Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Messi hefur unnið Ballon d’Or sex sinnum en Cafu, sem varð tvívegis heimsmeistari, segir að enginn komist með tærnar þar sem Neymar er með hælana.

„Tæknilega er Neymar besti leikmaður í heiminum. Það er enginn betri en hann tæknilega. Ekki einu sinni Messi þrátt fyrir að ég er mikill aðdáandi hans en hann tekur ekki fram úr Neymar þegar talað er um tæknileg gæði,“ sagði Cafu við Fox Sports.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.