Innlent

Kjúklingar stöðvuðu umferð um Reykjanesbraut

Andri Eysteinsson skrifar
Vegfarendur aðstoðuðu við að koma farminum aftur um borð í bílinn.
Vegfarendur aðstoðuðu við að koma farminum aftur um borð í bílinn. Aðsend

Óhapp varð á Reykjanesbrautinni við komuna inn í Hafnarfjörð nú rétt um klukkan 19 í kvöld þegar að hliðar flutningabíls opnuðust og farmurinn hrundi á götuna.

Um er að ræða bíl frá Ísfugli og var farmurinn lifandi kjúklingar á leið til slátrunar. Að sögn sjónarvottar hrundu fjölmargir kassar úr bílnum og var eitthvað um það að kjúklingarnir hafi komist úr kössunum og hlupu um götuna.

Vegna óhappsins stöðvaðist umferð um Reykjanesbrautina um stundarsakir á meðan að ökumaður og aðrir vegfarendur hjálpuðust að við að hreinsa götuna og stafla kjúklingunum aftur í bílinn.

Í samtali við Vísi segir sjónarvottur að atvikinu að brautin hafi eingöngu verið lokuð í stuttan tíma eða um tíu mínútur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×