Innlent

Arndís Soffía nýr sýslumaður í Vestmannaeyjum

Andri Eysteinsson skrifar
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu við Heiðarveg.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu við Heiðarveg. Skjáskot/Já

Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur, hefur verið skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl. Frá skipaninni er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Arndís er eins og áður segir lögfræðingur sem á að baki starfsferil innan lögreglunnar og hefur gengt stöðu staðgengils sýslumanns á Suðurlandi. Arndís hefur þá einnig setið á þingi sem varaþingmaður Suðurkjördæmis fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð (2009-2013) og kom hún þá inn á þing fyrir Atla Gíslason.

Að undanförnu hefur verið unnið að því að flytja aukin verkefni til embættisins, með það að markmiði að efla embættið í Vestmannaeyjum, og mun Arndís meðal annars koma að innleiðingu þeirra verkefna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.