Flestir sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. mars 2020 18:39 Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Vísir/Vilhelm Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02