Spaugstofan snýr aftur í hlaðvarpsformi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 21:48 Hér má sjá þá Spaugstofubræður á góðri stundu. Facebook Spaugstofuliðar, sem ættu að vera flestum landsmönnum kunnir, hafa ákveðið að ýta úr vör hlaðvarpsþættinum Móðir menn í kví kví. Búast má við fyrsta þætti á næstu dögum. Þetta kemur fram í færslu sem Pálmi Gestsson, einn þeirra fimm grínista og leikara sem Spaugstofan samanstendur af, birti á Facebook-síðu sinni. Aðrir meðlimir grínhópsins í núverandi mynd eru þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Í samtali við Vísi segir Pálmi að hópurinn hafi ákveðið að fara af stað með þáttinn í ljósi þeirra skrítnu tíma sem samfélagið upplifir nú. „Við hittumst nú oft og höfum aldrei verið í betra formi. Við erum kröftugir og ferskir ennþá og höfum bæði gaman að þessu og löngun til að gera þetta. Við ákváðum að reyna að leggja okkar af mörkum til að létta eitthvað undir,“ segir Pálmi. Varðandi fyrirkomulag þáttanna segir Pálmi að um verði að ræða einskonar spjallþátt. „Bæði við sjálfir og svo koma væntanlega einhverjir úr okkar karaktersafni í heimsókn og taka málin sínum tökum. Það er til dæmis forvitnilegt að vita hvað Ragnar Reykás hefur að segja um allt þetta.“ Hann segir að hópurinn fái að taka upp í Þjóðleikhúsinu og þættirnir verði framleiddir án allra styrkja. „Við ætlum að prófa þetta og ef vel gengur þá sjáum við hvað getur orðið í framhaldinu,“ segir Pálmi og bætir við að búast megi við fyrsta þætti sem allra fyrst og nefnir fyrri hluta næstu viku í því samhengi. Menning Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Spaugstofuliðar, sem ættu að vera flestum landsmönnum kunnir, hafa ákveðið að ýta úr vör hlaðvarpsþættinum Móðir menn í kví kví. Búast má við fyrsta þætti á næstu dögum. Þetta kemur fram í færslu sem Pálmi Gestsson, einn þeirra fimm grínista og leikara sem Spaugstofan samanstendur af, birti á Facebook-síðu sinni. Aðrir meðlimir grínhópsins í núverandi mynd eru þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Í samtali við Vísi segir Pálmi að hópurinn hafi ákveðið að fara af stað með þáttinn í ljósi þeirra skrítnu tíma sem samfélagið upplifir nú. „Við hittumst nú oft og höfum aldrei verið í betra formi. Við erum kröftugir og ferskir ennþá og höfum bæði gaman að þessu og löngun til að gera þetta. Við ákváðum að reyna að leggja okkar af mörkum til að létta eitthvað undir,“ segir Pálmi. Varðandi fyrirkomulag þáttanna segir Pálmi að um verði að ræða einskonar spjallþátt. „Bæði við sjálfir og svo koma væntanlega einhverjir úr okkar karaktersafni í heimsókn og taka málin sínum tökum. Það er til dæmis forvitnilegt að vita hvað Ragnar Reykás hefur að segja um allt þetta.“ Hann segir að hópurinn fái að taka upp í Þjóðleikhúsinu og þættirnir verði framleiddir án allra styrkja. „Við ætlum að prófa þetta og ef vel gengur þá sjáum við hvað getur orðið í framhaldinu,“ segir Pálmi og bætir við að búast megi við fyrsta þætti sem allra fyrst og nefnir fyrri hluta næstu viku í því samhengi.
Menning Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira