Spaugstofan snýr aftur í hlaðvarpsformi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 21:48 Hér má sjá þá Spaugstofubræður á góðri stundu. Facebook Spaugstofuliðar, sem ættu að vera flestum landsmönnum kunnir, hafa ákveðið að ýta úr vör hlaðvarpsþættinum Móðir menn í kví kví. Búast má við fyrsta þætti á næstu dögum. Þetta kemur fram í færslu sem Pálmi Gestsson, einn þeirra fimm grínista og leikara sem Spaugstofan samanstendur af, birti á Facebook-síðu sinni. Aðrir meðlimir grínhópsins í núverandi mynd eru þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Í samtali við Vísi segir Pálmi að hópurinn hafi ákveðið að fara af stað með þáttinn í ljósi þeirra skrítnu tíma sem samfélagið upplifir nú. „Við hittumst nú oft og höfum aldrei verið í betra formi. Við erum kröftugir og ferskir ennþá og höfum bæði gaman að þessu og löngun til að gera þetta. Við ákváðum að reyna að leggja okkar af mörkum til að létta eitthvað undir,“ segir Pálmi. Varðandi fyrirkomulag þáttanna segir Pálmi að um verði að ræða einskonar spjallþátt. „Bæði við sjálfir og svo koma væntanlega einhverjir úr okkar karaktersafni í heimsókn og taka málin sínum tökum. Það er til dæmis forvitnilegt að vita hvað Ragnar Reykás hefur að segja um allt þetta.“ Hann segir að hópurinn fái að taka upp í Þjóðleikhúsinu og þættirnir verði framleiddir án allra styrkja. „Við ætlum að prófa þetta og ef vel gengur þá sjáum við hvað getur orðið í framhaldinu,“ segir Pálmi og bætir við að búast megi við fyrsta þætti sem allra fyrst og nefnir fyrri hluta næstu viku í því samhengi. Menning Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Spaugstofuliðar, sem ættu að vera flestum landsmönnum kunnir, hafa ákveðið að ýta úr vör hlaðvarpsþættinum Móðir menn í kví kví. Búast má við fyrsta þætti á næstu dögum. Þetta kemur fram í færslu sem Pálmi Gestsson, einn þeirra fimm grínista og leikara sem Spaugstofan samanstendur af, birti á Facebook-síðu sinni. Aðrir meðlimir grínhópsins í núverandi mynd eru þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Í samtali við Vísi segir Pálmi að hópurinn hafi ákveðið að fara af stað með þáttinn í ljósi þeirra skrítnu tíma sem samfélagið upplifir nú. „Við hittumst nú oft og höfum aldrei verið í betra formi. Við erum kröftugir og ferskir ennþá og höfum bæði gaman að þessu og löngun til að gera þetta. Við ákváðum að reyna að leggja okkar af mörkum til að létta eitthvað undir,“ segir Pálmi. Varðandi fyrirkomulag þáttanna segir Pálmi að um verði að ræða einskonar spjallþátt. „Bæði við sjálfir og svo koma væntanlega einhverjir úr okkar karaktersafni í heimsókn og taka málin sínum tökum. Það er til dæmis forvitnilegt að vita hvað Ragnar Reykás hefur að segja um allt þetta.“ Hann segir að hópurinn fái að taka upp í Þjóðleikhúsinu og þættirnir verði framleiddir án allra styrkja. „Við ætlum að prófa þetta og ef vel gengur þá sjáum við hvað getur orðið í framhaldinu,“ segir Pálmi og bætir við að búast megi við fyrsta þætti sem allra fyrst og nefnir fyrri hluta næstu viku í því samhengi.
Menning Tímamót Fjölmiðlar Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira