Innlent

Hvatti fólk til að halda páskana heima því veiran tekur sér ekki frí

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm

Landsmenn eru hvattir að huga að því að halda páskana heima. Kórónuveiran tekur sér nefnilega ekki frí. Þetta kom fram í máli Víðis Reynisson yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi vegna veirunnar nú síðdegis.

Víðir sagði að almannavörnum bærust nú fyrirspurnir um fyrirhugaða lengd á samkomubanni, sem eins og staðan er nú er í gildi til 13. apríl næstkomandi, og um páskafrí í því samhengi. Páskadagur er 12. apríl.

Víðir sagði að það eina sem væri öruggt í þeim efnum væri að veiran tæki sér ekki frí yfir páskana. Þannig hvatti hann Íslendinga til að halda þá hátíðlega heima.

Þá bætti hann við að töluvert bæri á því að fólk færi upp í sumarbústað í sóttkví. Mikilvægt væri að hafa í huga að sömu reglur giltu um sóttkví uppi í sumarbústað og heima í borginni, líkt og lögregla á Suðurlandi vakti athygli á í dag.

Klippa: Eina sem er öruggt við páskafríið er að veiran tekur sér ekki frí


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×