Innlent

Bangsar úti í glugga gleðja börn á veirutímum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bangsar gægjast út um glugga.
Bangsar gægjast út um glugga. Skjáskot/Stöð 2

Bangsar sjást nú víða í gluggum hjá fólki. Ekki er um að ræða nýja tísku í heimilisskreytingum, heldur hafa Íslendingar tekið þetta upp að erlendri fyrirmynd sem einn lið í því að hafa ofan af fyrir börnum í aukinni veru þeirra heima við á meðan faraldur kórónuveiru gengur yfir.

Gamanið snýst um að fara í göngutúra og reyna að finna sem flesta bangsa í gluggum. Því má gera ráð fyrir börnum og fjölskyldum á tuskudýraveiðum næstu daga.

Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir af böngsum í gluggum borgarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.