Fann fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks Nadine Guðrún Yaghi og Eiður Þór Árnason skrifa 24. mars 2020 20:42 Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar urðu bæði fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni. Vísir Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira