Innlent

Stúdentar krefjast réttinda til atvinnuleysisbóta

Heimir Már Pétursson skrifar
Aðalbygging Háskóla Íslands
Vísir_Vilhelm

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) krefjast þess að stúdentum verði gefinn kostur á að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann í ljósi stöðunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar.

Í ályktun LÍS segir: „Breytingar vegna minnkaðs starfshlutfalls ná aðeins til þeirra stúdenta sem eru nú þegar í starfi en lækka í starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná ekki til þeirra sem eru í þann mund að sækja um störf fyrir sumarið eða voru í minna en 45% starfi nú þegar.“

Sigrún Jónsdóttir forseti LÍS.

Til þess að stúdentar geti haldið eðlilegri námsframvindu áfram verður að bregðast við umræddum tekjumissi með því að gefa stúdentum kost á því að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann

Samtökin lýsa ánægju með það að stúdentar séu nú teknir með í reikninginn þegar komi að minnkuðu starfshlutfalli en stúdentar fái nú að nýta sér hlutastarfaleiðina eins og aðrir haldist starfshlutfall þeirra hærra en 25%.

Í tilkynningu frá LÍS segir að eftir sitj áhyggjur um skert framboð á sumarstörfum og aukið atvinnuleysi. Ef stúdentar missi af tekjuöflun yfir sumartímann geti það reynst þeim erfitt að halda eðlilegri námsframvindu áfram. Því þykir LÍS nauðsynlegt að stúdentar fái að sækja um atvinnuleysisbætur eins og aðrir samfélagsþegnar yfir sumartímann, en stúdentar eigi almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum.

LÍS hafi óskað eftir fundi með bæði félags- og fjármálaráðherra til að ræða málið nánar og vonandi komist að farsælli lausn fyrir stúdenta á landsvísu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×