Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. mars 2020 14:30 Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um Ísland. Lesendur Vísis fá að fylgjast með honum alla daga ferðalagsins. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“