Innlent

Forsætisráðherra ekki smitaður af kórónuveirunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er ekki með kórónuveiruna.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er ekki með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er ekki smituð af kórónuveirunni og því komin aftur til vinnu í ráðuneytinu.

Í færslu á Facebook-síðu sinni í gær greindi ráðherrann frá því að yngsti sonur hennar og eiginmaður hefðu farið í sóttkví vegna smits í Melaskóla. Í framhaldinu var Katrínu gert að fara í sýnatöku og halda sig heima við þar til niðurstaða fengist úr þeirri sýnatöku.

Sýnið leiddi í ljós engin merki um að forsætisráðherra væri smitaður af veirunni en Katrín þarf sjálf ekki að fara í sóttkví þar sem hún hafði ekki verið útsett fyrir smiti.

Katrín segir á Facebook-síðu sinni í dag að hún muni halda ótrauð áfram í því „að vinna að því að við hér á Íslandi og samfélagið allt komumst vel í gegnum þennan skafl. Það er mér mikils virði að finna fyrir þeirri samvinnu og þeim samhug í samfélaginu öllu sem er mikilvægt að finna fyrir á svona skrýtnum tímum.

Á laugardaginn kynnti ríkisstjórnin stærstu efnahagslegu aðgerðir í sögu landsins. 230 milljarða aðgerðarpakki til að spyrna við þessum fordæmalausu aðstæðum. Þær eru mikilvægar. Mikilvægast er að við gerum þetta saman.

Að auki vil ég ég þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðjur, mér þykir vænt um þær. Sendi ykkur sömuleiðis mínar allra bestu kveðjur. K.“

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×