Erlent

Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl

Atli Ísleifsson skrifar
Fréttir hafa þó borist af því að lífið í borginni, þar sem um 11 milljónir manns búa, sé nú þegar að komast í eðlilegra horf á nú, þar sem nú þegar er búið að aflétta einhverjum af þeim takmörkunum sem settar voru.
Fréttir hafa þó borist af því að lífið í borginni, þar sem um 11 milljónir manns búa, sé nú þegar að komast í eðlilegra horf á nú, þar sem nú þegar er búið að aflétta einhverjum af þeim takmörkunum sem settar voru. Getty

Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi.

Kínverskir ríkisfjölmiðlar greina frá því að allir þeir sem telji sig fríska verði þá heimilt að ferðast út úr borginni.

Yfirvöld þar í landi lokuðu Wuhan-borg þann 23. janúar og næstu daga var svo hverri borginni og héraðinu á fætur annarri lokað og fólki skipað í sóttkví.

Sóttkví og ferðabanni verður aflétt í öðrum borgum Hubei-héraðs þegar á morgun, að því er segir í frétt China Daily.

Fréttir hafa þó borist af því að lífið í Wuhan-borg, þar sem um 11 milljónir manns búa, sé nú þegar að komast í eðlilegra horf á nú, þar sem búið að aflétta einhverjum af þeim takmörkunum sem settar voru. Geta íbúar farið um borgina og ferðast með almenningssamgöngum, svo fremi sem þeir séu með skilríki. Þá hefur fólk á vinnumarkaði fengið að snúa aftur til vinnu, séu þeir með heimild frá vinnuveitanda.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.