Innlent

Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í dag fóru leik- og grunnskólar að forgangsraða í skólavist eftir störfum foreldra.
Í dag fóru leik- og grunnskólar að forgangsraða í skólavist eftir störfum foreldra. Vísir/vilhelm

Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima í sjálfskipaðri sóttkví. Í dag fóru leik- og grunnskólar að forgangsraða í skólavist eftir störfum foreldra.

Í síðustu viku kusu foreldrar 1.400 barna í leik- og grunnskólum Reykjavíkur að halda þeim heima þótt þau væru hvorki í sóttkví né einangrun. Talið er að mun fleiri séu heima í þessari viku.

„Í leikskólum og grunnskólum samtals er þetta hiklaust að aukast. Eðlilega hefur fólk áhyggjur og er að halda börnunum hjá sér. Við reyndar hvetjum til þess því það léttir álagið á leikskóla þannig við getum betur sinnt þeim forgangshópum sem eru núna komnir í gang hjá okkur,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Börn foreldra í framlínu eru í forgangshópi.

„Þeir hafa þá þjónustu allan daginn í leikskólum alla daga og sama á við í grunnskólum. Við tryggjum þjónustu í gegnum leikskóla og svo frístundaheimilin, það er að segja í fyrsta og öðrum bekk, þannig við séum að veita þeim eins góða þjónustu og nokkur kostur er. Því miður þýðir það að aðrir fái minni þjónustu.“

Mikil áhersla er lögð á litla hópa í skólastarfinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×