„Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2020 07:48 Andrea Sigurðardóttir segir að fólk í ferðinni hafi verið vel meðvitað um smitvarnir. Getty Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. Þetta segir Andrea í pistli á Facebook í gær þar sem hún fer yfir ferðina og bendir á nauðsyn þess að smitaðir verði ekki fyrir aðkasti til að betur sé hægt að læra af reynslu annarra. Um reyndan útivistarhóp var að ræða þar sem með í för voru meðal annars Róbert Marshall, nýráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, og eiginkona hans Brynhildur Ólafsdóttir. Þá voru parið Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, og Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, í hópnum. Andrea segir að neikvæðar athugasemdir og sleggjudómar fólks fái ekki á sig sjálfa, en hún hafi áhyggjur af því að slík orðræða verði þess valdandi að annað fólk sem smitast miðli síður sinni reynslu, af ótta við að verða fyrir opinberri skömm. Þannig fáum við sem samfélag ekki tækifæri til að læra af reynslu þeirra sem fyrir smiti verða. Reiða fólk:* Við vorum komin norður áður en samkomubann var svo mikið sem kynnt * Við fórum að öllu með gát, engar beinar snertingar, handþvottur og sprittun*Þessi mikla aukning sem við sjáum núna var ekki í gangi á þessum tíma*Það er auðvelt að vera vitur eftir á — AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 „Ég vona að við sem samfélag getum staðið saman og stutt hvert annað, sérstaklega okkar viðkvæmustu hópa. Gerum okkar besta til að hefta útbreiðslu, forðumst sleggjudóma gagnvart náunganum, leiðbeinum heldur hverju öðru og drögum lærdóm af því sem betur má fara,“ segir Andrea. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Í færslunni fer Andrea yfir málavexti og segir að þegar hópurinn lagði land undir fót hafi ekki búið að kynna samkomubann. Leiðbeiningarnar hafi verið að forðast snertingar, þvo hendur vel og reglulega og spritta. Útbreiðslan hafi ekki verið mikil í samfélaginu. „Á þessum tímapunkti sáum við ekki sérstaka áhættu í því að fara í um 20 manna hóp að ganga um á gönguskíðum. Ferðast á einkabílum, og gist í sér herbergjum. Smitdreifing í samfélaginu, tilmæli og leiðbeiningar gáfu ekki tilefni til annars. En eins og alltaf, það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Andrea. Allir voru meðvitaðir um smitvarnir Andrea segir alla í hópnum hafa verið meðvitaða um smitvarnir. Fólk hafi heilsast með brosi, þvegið hendur og nýtt sér sprittbrúsa á hótelinu fyrir og eftir mat. Andrea segir hópinn hafa gleymt sér og stillt sér upp í nokkurra sekúndna myndatöku í fallegu sólsetri. „Við reyndum að gæta fjarlægðar, en við, líkt og aðrir, vorum og erum að aðlagast nýjum leikreglum. Við erum mannleg og stundum máttum við gera betur. Í jarðböðunum upplifðum við undurfagurt sólsetur og hlupum þá til og stilltum okkur upp á mynd í nokkrar sekúndur, augnabliks hugsunarleysi í hita leiksins. Það var ekki dæmigert fyrir hegðun okkar í ferðinni þó einhverjir vilji mála það upp þannig. Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla,“ segir Andrea. Andrea var í viðtali í Harmageddon síðastliðinn föstudag þar sem hún ræddi ferðina. Ekki orðið smituð við nokkurra sekúndna myndatöku Andrea segir ljóst að svo útbreitt smit hafi ekki orðið við nokkurra sekúndna myndatöku. „Það varð varla þegar við vorum á skíðum með nóg bil á milli og fólk með klæði fyrir vitum sér. Mín kenning, sem aðrir mér fróðari hafa tekið undir, er morgunverðarhlaðborð á hótelinu. Við inngang sprittar fólk sig og aftur á útleið. Hins vegar vorum við þar, innan um aðra ferðamenn og gesti hótelsins, notuðum sömu áhöld í hlaðborðinu og skárum af sama brauðinu. Maður hugsaði ekki út í þetta þá, en eftir á að hyggja var þetta ávísun á útbreiðslu smits ef einhver hótelgestur hefur verið sýktur,“ segir í færslunni. Áfram heldur hún: „Sama hvað maður þvoði hendur, sprittaði og gætti að fjarlægð, þá voru það þessir litlu hlutir sem maður kveikir ekki endilega á en eru svo augljósir þegar litið er til baka. Þessir litlu sameiginlegu snertifletir. Þessir litlu sameiginlegu snertifletir eru allt í kringum okkur. Við erum öll að aðlagast nýjum leikreglum og við og aðrir munum misstíga okkur, því getum við ekki breytt. Við getum þó valið að læra af reynslunni,“ segir Andrea. Lesa má færsluna í heild sinni að neðan. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og útivistarmaður, hrósar Andreu fyrir að stíga fram og deila reynslu sinni. „Margir fjallavinir mínir fóru í fjallgönguskíðaferð til Mývatns um sl. helgi- allt afar hraust fólk sem var mjög meðvitað um smithættu af völdum Covid-19. Samt smituðutust 20 af 24 í hópnum og sumir urðu alvarlega veikir,“ segir Tómas. „Þessi frásögn sýnir hversu fjári smitandi Covid-19 er og að ALLIR verði að sýna ítrustu gát. Þannig hefur Ferðafélag Íslands í kjölfarið blásið af allar ferðir og fók ætti að takmarka umgengi við annað fólk - líka ungir og hraustir einstaklingar. Ef þetta hefði verið eldra fólk og viðkvæmt - hefði getað farið illa. Frásögn Andreu hefur því mikið forvarnargildi -og ber að hrósa henni fyrir að taka skrefið og þora að stíga fram. Það er ekki sjálfgefið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. Þetta segir Andrea í pistli á Facebook í gær þar sem hún fer yfir ferðina og bendir á nauðsyn þess að smitaðir verði ekki fyrir aðkasti til að betur sé hægt að læra af reynslu annarra. Um reyndan útivistarhóp var að ræða þar sem með í för voru meðal annars Róbert Marshall, nýráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, og eiginkona hans Brynhildur Ólafsdóttir. Þá voru parið Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, og Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, í hópnum. Andrea segir að neikvæðar athugasemdir og sleggjudómar fólks fái ekki á sig sjálfa, en hún hafi áhyggjur af því að slík orðræða verði þess valdandi að annað fólk sem smitast miðli síður sinni reynslu, af ótta við að verða fyrir opinberri skömm. Þannig fáum við sem samfélag ekki tækifæri til að læra af reynslu þeirra sem fyrir smiti verða. Reiða fólk:* Við vorum komin norður áður en samkomubann var svo mikið sem kynnt * Við fórum að öllu með gát, engar beinar snertingar, handþvottur og sprittun*Þessi mikla aukning sem við sjáum núna var ekki í gangi á þessum tíma*Það er auðvelt að vera vitur eftir á — AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 „Ég vona að við sem samfélag getum staðið saman og stutt hvert annað, sérstaklega okkar viðkvæmustu hópa. Gerum okkar besta til að hefta útbreiðslu, forðumst sleggjudóma gagnvart náunganum, leiðbeinum heldur hverju öðru og drögum lærdóm af því sem betur má fara,“ segir Andrea. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Í færslunni fer Andrea yfir málavexti og segir að þegar hópurinn lagði land undir fót hafi ekki búið að kynna samkomubann. Leiðbeiningarnar hafi verið að forðast snertingar, þvo hendur vel og reglulega og spritta. Útbreiðslan hafi ekki verið mikil í samfélaginu. „Á þessum tímapunkti sáum við ekki sérstaka áhættu í því að fara í um 20 manna hóp að ganga um á gönguskíðum. Ferðast á einkabílum, og gist í sér herbergjum. Smitdreifing í samfélaginu, tilmæli og leiðbeiningar gáfu ekki tilefni til annars. En eins og alltaf, það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Andrea. Allir voru meðvitaðir um smitvarnir Andrea segir alla í hópnum hafa verið meðvitaða um smitvarnir. Fólk hafi heilsast með brosi, þvegið hendur og nýtt sér sprittbrúsa á hótelinu fyrir og eftir mat. Andrea segir hópinn hafa gleymt sér og stillt sér upp í nokkurra sekúndna myndatöku í fallegu sólsetri. „Við reyndum að gæta fjarlægðar, en við, líkt og aðrir, vorum og erum að aðlagast nýjum leikreglum. Við erum mannleg og stundum máttum við gera betur. Í jarðböðunum upplifðum við undurfagurt sólsetur og hlupum þá til og stilltum okkur upp á mynd í nokkrar sekúndur, augnabliks hugsunarleysi í hita leiksins. Það var ekki dæmigert fyrir hegðun okkar í ferðinni þó einhverjir vilji mála það upp þannig. Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla,“ segir Andrea. Andrea var í viðtali í Harmageddon síðastliðinn föstudag þar sem hún ræddi ferðina. Ekki orðið smituð við nokkurra sekúndna myndatöku Andrea segir ljóst að svo útbreitt smit hafi ekki orðið við nokkurra sekúndna myndatöku. „Það varð varla þegar við vorum á skíðum með nóg bil á milli og fólk með klæði fyrir vitum sér. Mín kenning, sem aðrir mér fróðari hafa tekið undir, er morgunverðarhlaðborð á hótelinu. Við inngang sprittar fólk sig og aftur á útleið. Hins vegar vorum við þar, innan um aðra ferðamenn og gesti hótelsins, notuðum sömu áhöld í hlaðborðinu og skárum af sama brauðinu. Maður hugsaði ekki út í þetta þá, en eftir á að hyggja var þetta ávísun á útbreiðslu smits ef einhver hótelgestur hefur verið sýktur,“ segir í færslunni. Áfram heldur hún: „Sama hvað maður þvoði hendur, sprittaði og gætti að fjarlægð, þá voru það þessir litlu hlutir sem maður kveikir ekki endilega á en eru svo augljósir þegar litið er til baka. Þessir litlu sameiginlegu snertifletir. Þessir litlu sameiginlegu snertifletir eru allt í kringum okkur. Við erum öll að aðlagast nýjum leikreglum og við og aðrir munum misstíga okkur, því getum við ekki breytt. Við getum þó valið að læra af reynslunni,“ segir Andrea. Lesa má færsluna í heild sinni að neðan. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og útivistarmaður, hrósar Andreu fyrir að stíga fram og deila reynslu sinni. „Margir fjallavinir mínir fóru í fjallgönguskíðaferð til Mývatns um sl. helgi- allt afar hraust fólk sem var mjög meðvitað um smithættu af völdum Covid-19. Samt smituðutust 20 af 24 í hópnum og sumir urðu alvarlega veikir,“ segir Tómas. „Þessi frásögn sýnir hversu fjári smitandi Covid-19 er og að ALLIR verði að sýna ítrustu gát. Þannig hefur Ferðafélag Íslands í kjölfarið blásið af allar ferðir og fók ætti að takmarka umgengi við annað fólk - líka ungir og hraustir einstaklingar. Ef þetta hefði verið eldra fólk og viðkvæmt - hefði getað farið illa. Frásögn Andreu hefur því mikið forvarnargildi -og ber að hrósa henni fyrir að taka skrefið og þora að stíga fram. Það er ekki sjálfgefið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44