Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 10:44 Andrea Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur. Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. Af rúmlega tuttugu manna hóp eru nær allir með einkenni og nokkrir þegar greindir með veiruna. Þessu greindi Andrea frá í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í gær. „Það er nú bara þannig að ég var í smá útivistarævintýri með hóp af vinum um helgina. Við komum heim og svo á þriðjudegi byrja að tikka inn, fólk orðið veikt. Hver á fætur öðrum. Við vorum orðin einhver átta til tíu í hópnum sem voru með einkenni og þá fóru ákveðnar viðvörunarbjöllur að klingja því þetta eru náttúrulega rosalega margir sem veikjast á einu bretti, búnir að vera þarna saman um helgina. Maður þekkir alveg flensuna og þannig, og hún getur verið smitandi, en þetta var svo óvenju hátt hlutfall,“ sagði Andrea. Undir beru lofti með tvo metra á milli en smituðust samt Þegar hún ræddi við þáttastjórnendur Harmageddon höfðu tveir úr hópnum, sem telur 24 manns, verið greindir með veiruna. Andrea sagði um að ræða fólk í viðkvæmum starfsstéttum sem fengið hefði að fara strax í sýnatöku. Jákvæð sýni úr hópnum voru þó komin upp í níu í morgun, líkt og Andrea greinir frá á Twitter-reikningi sínum. Þá voru 20 komnir með einkenni. Update: Niðurstöðurnar orðnar 9 - allar covid jákvæðarFyrstu óhugnanlegu lungnaeinkennin mín í gærkvöldi. Þurfti að sofa sitjandi. Skárri núna Flestir í hópnum eru með væg/mild einkenni, sumir nær engin.— AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 Ekkert hefur enn komið í ljós varðandi uppruna smitana, að sögn Andreu. Hún sagði engan úr hópnum hafa tengingu við skíðaferðir erlendis, líkt og langflestir sem greindust fyrst með veiruna hérlendis. Þá hefði hópurinn dvalið á hótelherbergjum með sérbaðherbergi, og þannig ekki gist „hvert ofan í öðru“. „Þannig að þetta er alveg magnað. Það sem maður hugsar strax er bara. Vá, hversu ótrúlega smitandi þetta getur verið. Því það er ekki eins og við höfum ekki verið meðvituð og verið að gæta að sóttvörnum. Við vorum ekki að heilsast með handaböndum eða knúsast, við vorum að þvo hendur og spritta. 95 prósent af tímanum erum við bara úti í beru lofti með tvo metra á milli.“ Höfuðverkur og þurr hósti Andrea hafði sjálf ekki komist í sýnatöku þegar hún ræddi við Harmageddon. Hún er ekki í forgangi þar sem hún er ekki með alvarleg einkenni, þó að hún lýsi raunar fyrstu „óhugnanlegu lungnaeinkennum“ sínum í gærkvöldi á Twitter í morgun. Þá er mikið álag á veirufræðideild Landspítala þar sem sýni hafa verið greind, sem og Íslenskri erfðagreiningu sem stendur að sýnatökum í Turninum í Kópavogi. „Það fyrsta sem maður byrjar að finna fyrir er að maður er sár í hálsinum og með höfuðverk. Svo kemur þessi hósti, þurr hósti. Ég er með vægan hita, ég er með væg einkenni miðað við suma. Fólk er með beinverki, háan hita og líður mörgum hverjum miklu verr en mér,“ segir Andrea. Hún telur þó nær allar líkur á að hún sé með veiruna. „Það væri allavega mjög sérstakt að ná að næla sér í eitthvað annað en hinir.“ Þeir sem eru með ætlað smit þurfa að vera í einangrun líkt og um staðfest smit sé að ræða. Andrea, sem býr ein í Reykjavík, má því ekkert fara út úr húsi. Hún kveðst þó eiga að frábært fólk sem hafi fært henni vistir. „Ég veit ekki hvernig ég á að þvo fötin mín vegna þess að ég bý í tvíbýli og þvottahúsið er í sameign og ég má ekki fara þangað,“ sagði Andrea. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af andlegu heilsunni en þeirri líkamlegu.“ Viðtalið við Andreu úr Harmageddon má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. 21. mars 2020 10:15 Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 09:02 Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. 20. mars 2020 18:54 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. Af rúmlega tuttugu manna hóp eru nær allir með einkenni og nokkrir þegar greindir með veiruna. Þessu greindi Andrea frá í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í gær. „Það er nú bara þannig að ég var í smá útivistarævintýri með hóp af vinum um helgina. Við komum heim og svo á þriðjudegi byrja að tikka inn, fólk orðið veikt. Hver á fætur öðrum. Við vorum orðin einhver átta til tíu í hópnum sem voru með einkenni og þá fóru ákveðnar viðvörunarbjöllur að klingja því þetta eru náttúrulega rosalega margir sem veikjast á einu bretti, búnir að vera þarna saman um helgina. Maður þekkir alveg flensuna og þannig, og hún getur verið smitandi, en þetta var svo óvenju hátt hlutfall,“ sagði Andrea. Undir beru lofti með tvo metra á milli en smituðust samt Þegar hún ræddi við þáttastjórnendur Harmageddon höfðu tveir úr hópnum, sem telur 24 manns, verið greindir með veiruna. Andrea sagði um að ræða fólk í viðkvæmum starfsstéttum sem fengið hefði að fara strax í sýnatöku. Jákvæð sýni úr hópnum voru þó komin upp í níu í morgun, líkt og Andrea greinir frá á Twitter-reikningi sínum. Þá voru 20 komnir með einkenni. Update: Niðurstöðurnar orðnar 9 - allar covid jákvæðarFyrstu óhugnanlegu lungnaeinkennin mín í gærkvöldi. Þurfti að sofa sitjandi. Skárri núna Flestir í hópnum eru með væg/mild einkenni, sumir nær engin.— AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 Ekkert hefur enn komið í ljós varðandi uppruna smitana, að sögn Andreu. Hún sagði engan úr hópnum hafa tengingu við skíðaferðir erlendis, líkt og langflestir sem greindust fyrst með veiruna hérlendis. Þá hefði hópurinn dvalið á hótelherbergjum með sérbaðherbergi, og þannig ekki gist „hvert ofan í öðru“. „Þannig að þetta er alveg magnað. Það sem maður hugsar strax er bara. Vá, hversu ótrúlega smitandi þetta getur verið. Því það er ekki eins og við höfum ekki verið meðvituð og verið að gæta að sóttvörnum. Við vorum ekki að heilsast með handaböndum eða knúsast, við vorum að þvo hendur og spritta. 95 prósent af tímanum erum við bara úti í beru lofti með tvo metra á milli.“ Höfuðverkur og þurr hósti Andrea hafði sjálf ekki komist í sýnatöku þegar hún ræddi við Harmageddon. Hún er ekki í forgangi þar sem hún er ekki með alvarleg einkenni, þó að hún lýsi raunar fyrstu „óhugnanlegu lungnaeinkennum“ sínum í gærkvöldi á Twitter í morgun. Þá er mikið álag á veirufræðideild Landspítala þar sem sýni hafa verið greind, sem og Íslenskri erfðagreiningu sem stendur að sýnatökum í Turninum í Kópavogi. „Það fyrsta sem maður byrjar að finna fyrir er að maður er sár í hálsinum og með höfuðverk. Svo kemur þessi hósti, þurr hósti. Ég er með vægan hita, ég er með væg einkenni miðað við suma. Fólk er með beinverki, háan hita og líður mörgum hverjum miklu verr en mér,“ segir Andrea. Hún telur þó nær allar líkur á að hún sé með veiruna. „Það væri allavega mjög sérstakt að ná að næla sér í eitthvað annað en hinir.“ Þeir sem eru með ætlað smit þurfa að vera í einangrun líkt og um staðfest smit sé að ræða. Andrea, sem býr ein í Reykjavík, má því ekkert fara út úr húsi. Hún kveðst þó eiga að frábært fólk sem hafi fært henni vistir. „Ég veit ekki hvernig ég á að þvo fötin mín vegna þess að ég bý í tvíbýli og þvottahúsið er í sameign og ég má ekki fara þangað,“ sagði Andrea. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af andlegu heilsunni en þeirri líkamlegu.“ Viðtalið við Andreu úr Harmageddon má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. 21. mars 2020 10:15 Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 09:02 Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. 20. mars 2020 18:54 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. 21. mars 2020 10:15
Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 09:02
Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. 20. mars 2020 18:54