Erlent

Samkomur fleiri en tveggja bannaðar í Þýskalandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti um hertari aðgerðir í baráttunni við COVID-19 í dag.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti um hertari aðgerðir í baráttunni við COVID-19 í dag. Vísir/Getty

Þýsk stjórnvöld hafa nú lagt bann við samkomum fleiri en tveggja einstaklinga í einu. Gripið hefur verið til þessa með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19.

Gert er ráð fyrir að bannið muni gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þó verða gerðar undantekningar fyrir fjölskyldur og aðra hópa sem deila heimili.

„Enginn vill standa frammi fyrir fólki sínu og tilkynna um reglur sem þessar,“ sagði Angela Merkel á fjölmiðlafundi í Berlín. Fundurinn var haldinn í kjölfar fjarfundar hennar við leiðtoga sambandslandanna 16 sem mynda Þýskaland.

Þá hefur öllum veitingastöðum, öðrum en þeim sem bjóða upp á heimsendingu eða að viðskiptavinir geti tekið mat sinn með sér heim, verið gert að loka. Eins verður stöðum sem bjóða upp á ónauðsynlega þjónustu, til að mynda hárgreiðslustofum, lokað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×