Vonar að ríkið muni enn eftir sér þegar síðasta smitið hefur verið greint Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 12:50 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/Einar Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Innlent Fleiri fréttir Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Sjá meira
Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Innlent Fleiri fréttir Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Sjá meira