Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 00:07 Weinstein mætir í dómsal í New York 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust. Vísir/getty Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni við réttarhöldin. Þá bað hún kviðdóminn að vera ekki hræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“. Réttarhöld yfir Weinstein hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Weinstein neitar sök í fimm ákæruliðum. Sjá einnig: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, lagði áherslu á að konurnar væru fullorðnar. Ákæruvaldið hefði með málflutningi sínum við réttarhöldin búið til nokkurs konar „hliðarveruleika“, þar sem konur bæru ekki ábyrgð á samkvæmunum sem þær sæktu, karlmönnunum sem þær döðruðu við – og þaðan af síður eigin ákvörðunum. Donna Rotunno, aðalverjandi Harvey Weinstein.Vísir/EPA Hún kvaðst meðvituð um að hún væri að biðja kviðdóminn um að taka „óvinsæla ákvörðun“. Kviðdómurinn væri jafnframt síðasta vígið gegn „ofstækisfullum“ fjölmiðlum og ákæruvaldi, sem hefði teiknað upp mynd af Weinstein sem „svo óaðlaðandi og feitum að engin kona myndi nokkurn tímann sofa hjá honum sjálfviljug“. „Ykkur þarf ekki að líka við Weinstein,“ sagði Rotunno er hún ávarpaði kviðdóminn. „Þetta er ekki vinsældakeppni. […] Það er óvinsæla fólkið sem þarfnast kviðdómanna mest í þessu landi. Óvinsæla manneskjan þarfnast ykkar sárast.“ Flestar konurnar sem borið hafa vitni gegn Weinstein eiga það sameiginlegt að hafa verið að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni við réttarhöldin. Þá bað hún kviðdóminn að vera ekki hræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“. Réttarhöld yfir Weinstein hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Weinstein neitar sök í fimm ákæruliðum. Sjá einnig: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, lagði áherslu á að konurnar væru fullorðnar. Ákæruvaldið hefði með málflutningi sínum við réttarhöldin búið til nokkurs konar „hliðarveruleika“, þar sem konur bæru ekki ábyrgð á samkvæmunum sem þær sæktu, karlmönnunum sem þær döðruðu við – og þaðan af síður eigin ákvörðunum. Donna Rotunno, aðalverjandi Harvey Weinstein.Vísir/EPA Hún kvaðst meðvituð um að hún væri að biðja kviðdóminn um að taka „óvinsæla ákvörðun“. Kviðdómurinn væri jafnframt síðasta vígið gegn „ofstækisfullum“ fjölmiðlum og ákæruvaldi, sem hefði teiknað upp mynd af Weinstein sem „svo óaðlaðandi og feitum að engin kona myndi nokkurn tímann sofa hjá honum sjálfviljug“. „Ykkur þarf ekki að líka við Weinstein,“ sagði Rotunno er hún ávarpaði kviðdóminn. „Þetta er ekki vinsældakeppni. […] Það er óvinsæla fólkið sem þarfnast kviðdómanna mest í þessu landi. Óvinsæla manneskjan þarfnast ykkar sárast.“ Flestar konurnar sem borið hafa vitni gegn Weinstein eiga það sameiginlegt að hafa verið að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47