Erlent

Hitamet slegið á Suðurskautinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mörgæsir í sólbaði á Suðurskautinu.
Mörgæsir í sólbaði á Suðurskautinu. Vísir/Getty

Útlit er fyrir að hitamet hafi verið slegið á Suðurskautinu í byrjun vikunnar þegar hitinn mældist fara yfir tuttugu gráður. Er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist, svo vitað sé. Nánar tiltekið mældist hitinn 20,75 gráður þann 9. febrúar síðastliðinn. Ekki er þó búið að staðfesta mælinguna og virðast sérfræðingar ósammála um hvort hægt sé að skilgreina mælinguna sem met.

Samkvæmt frétt BBC kom hitinn fram á mæli á Seymore eyju en hitinn mældist 18,3 gráður á svipuðum slóðum í síðustu viku. Þá var síðasti mánuður að meðaltali sá heitasti á Suðurskautinu, frá því mælingar hófst.

Á undanförnum 50 árum hefur meðalhitinn á Suðurskautinu hækkað um 3 gráður og jöklarnir hafa hörfað mikið.

Vísindamenn vara við því að verði ekki dregið úr hnattrænni hlýnun muni jöklarnir á Suðurskautinu brotna upp og hækka yfirborð sjávar um einhverja metra á næstu öldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×