Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Lillý Valgerður Pétursdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. mars 2020 16:30 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Vísir/Birgir Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. Búið er að aflýsa langflestum flugferðum um Keflavíkurflugvöll í dag líkt og síðustu daga. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fáa á ferð. „Það eru sárafáar komur ferðamanna til landsins og það sést náttúrulega bara á talningunni í Keflavík að það eru sárafáir ferðamenn að koma og það endurspeglar ástandið í ferðaþjónustunni sem er og má gera ráð fyrir að verði á næstu vikum. Við erum að sjá að komur til landsins eru vel innan við þriðjungur, jafnvel fjórðungur, af því sem að eðlilegt er,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir þetta hafa mikil áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Það eru fyrirtæki í gistingu sem er að sameina húsnæði, hótel og gistihús. Fyrirtæki í afþreyingu eru að gera ýmislegt í svipuðum dúr þannig að það er verulegur samdráttur,“ segir Skarphéðinn. Hann vonast til þess að þær aðgerðir sem stjórnvöld eru að grípa til komi í veg fyrir að fyrirtækin þurfi að segja upp fólki. Hann vonar að ástandið batni fyrir sumarið og að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar. „Sumarið er mikilvægasti tími ársins. Þó að haustið verði gott þá ef sumarið á undan hefur verið lélegt þá er það sem ræður. Því að ferðamenn sem að koma á sumrin þeir dvelja lengur, þeir eyða meiru, þeir ferðast víðar um landið, þannig að það eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. Búið er að aflýsa langflestum flugferðum um Keflavíkurflugvöll í dag líkt og síðustu daga. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fáa á ferð. „Það eru sárafáar komur ferðamanna til landsins og það sést náttúrulega bara á talningunni í Keflavík að það eru sárafáir ferðamenn að koma og það endurspeglar ástandið í ferðaþjónustunni sem er og má gera ráð fyrir að verði á næstu vikum. Við erum að sjá að komur til landsins eru vel innan við þriðjungur, jafnvel fjórðungur, af því sem að eðlilegt er,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir þetta hafa mikil áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Það eru fyrirtæki í gistingu sem er að sameina húsnæði, hótel og gistihús. Fyrirtæki í afþreyingu eru að gera ýmislegt í svipuðum dúr þannig að það er verulegur samdráttur,“ segir Skarphéðinn. Hann vonast til þess að þær aðgerðir sem stjórnvöld eru að grípa til komi í veg fyrir að fyrirtækin þurfi að segja upp fólki. Hann vonar að ástandið batni fyrir sumarið og að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar. „Sumarið er mikilvægasti tími ársins. Þó að haustið verði gott þá ef sumarið á undan hefur verið lélegt þá er það sem ræður. Því að ferðamenn sem að koma á sumrin þeir dvelja lengur, þeir eyða meiru, þeir ferðast víðar um landið, þannig að það eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira