„Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 15:30 Arnór Ingvi í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrkjum. Matthew Ashton/AMA/Getty Images Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. Þáttinn má finna í heild sinni hér. Hinn sænski Hamrén tók við íslenska liðinu eftir frábært gengi þess bæði á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og svo á heimsmeistaramótinu í Rússlandi tveimur árum síðar. Hann byrjaði þó ekki vel þar sem Ísland mætti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. „Hann þurfti að aðlaga sig að því sem virkaði fyrir okkur,“ segir Arnór Ingvi um byrjun Hamrén áður en hann hrósaði þeim sænska. „Hann er góður þjálfari líka. Ísland er nálægt því að komast á Evrópumótið, við unnum Tyrkland og höfum spilað góðan fótbolta. Við lentum í vandræðum gegn Sviss og Belgíu en annars held ég að við séum farnir að skilja hann betur og hann okkur, það er hugmyndafræði íslenska liðsins.“ Arnór vildi þó ekki bera Hamrén saman við Lars Lagerbäck, hann segir það ómögulegt þó þeir séu báðir frá Svíþjóð. Sá síðarnefndi þjálfaði íslenska liðið frá 2012 til 2016 og kom því meðal annars á Evrópumótið í Frakklandi. Var það í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið komst á stórmót í knattspyrnu. „Það er aðeins meiri fótbolti hjá Hamrén. Honum líkar vel við leikkerfið 4-3-3 en við spilum í grunninn 4-5-1. Hann vill að við reynum að spila boltanum meira með jörðinni en við höfum gert áður, fyrir utan það er þetta mjög svipað.“ Að lokum er Arnór spurður út í yngri leikmenn á Íslandi en Hamrén hefur mikið unnið með sama kjarna og Lagerback og Heimir á undan honum. „Það er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp og komandi kynslóð er mjög spennandi,“ sagði hann að lokum. Fótbolti Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. Þáttinn má finna í heild sinni hér. Hinn sænski Hamrén tók við íslenska liðinu eftir frábært gengi þess bæði á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og svo á heimsmeistaramótinu í Rússlandi tveimur árum síðar. Hann byrjaði þó ekki vel þar sem Ísland mætti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. „Hann þurfti að aðlaga sig að því sem virkaði fyrir okkur,“ segir Arnór Ingvi um byrjun Hamrén áður en hann hrósaði þeim sænska. „Hann er góður þjálfari líka. Ísland er nálægt því að komast á Evrópumótið, við unnum Tyrkland og höfum spilað góðan fótbolta. Við lentum í vandræðum gegn Sviss og Belgíu en annars held ég að við séum farnir að skilja hann betur og hann okkur, það er hugmyndafræði íslenska liðsins.“ Arnór vildi þó ekki bera Hamrén saman við Lars Lagerbäck, hann segir það ómögulegt þó þeir séu báðir frá Svíþjóð. Sá síðarnefndi þjálfaði íslenska liðið frá 2012 til 2016 og kom því meðal annars á Evrópumótið í Frakklandi. Var það í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið komst á stórmót í knattspyrnu. „Það er aðeins meiri fótbolti hjá Hamrén. Honum líkar vel við leikkerfið 4-3-3 en við spilum í grunninn 4-5-1. Hann vill að við reynum að spila boltanum meira með jörðinni en við höfum gert áður, fyrir utan það er þetta mjög svipað.“ Að lokum er Arnór spurður út í yngri leikmenn á Íslandi en Hamrén hefur mikið unnið með sama kjarna og Lagerback og Heimir á undan honum. „Það er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp og komandi kynslóð er mjög spennandi,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn