„Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 15:30 Arnór Ingvi í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrkjum. Matthew Ashton/AMA/Getty Images Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. Þáttinn má finna í heild sinni hér. Hinn sænski Hamrén tók við íslenska liðinu eftir frábært gengi þess bæði á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og svo á heimsmeistaramótinu í Rússlandi tveimur árum síðar. Hann byrjaði þó ekki vel þar sem Ísland mætti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. „Hann þurfti að aðlaga sig að því sem virkaði fyrir okkur,“ segir Arnór Ingvi um byrjun Hamrén áður en hann hrósaði þeim sænska. „Hann er góður þjálfari líka. Ísland er nálægt því að komast á Evrópumótið, við unnum Tyrkland og höfum spilað góðan fótbolta. Við lentum í vandræðum gegn Sviss og Belgíu en annars held ég að við séum farnir að skilja hann betur og hann okkur, það er hugmyndafræði íslenska liðsins.“ Arnór vildi þó ekki bera Hamrén saman við Lars Lagerbäck, hann segir það ómögulegt þó þeir séu báðir frá Svíþjóð. Sá síðarnefndi þjálfaði íslenska liðið frá 2012 til 2016 og kom því meðal annars á Evrópumótið í Frakklandi. Var það í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið komst á stórmót í knattspyrnu. „Það er aðeins meiri fótbolti hjá Hamrén. Honum líkar vel við leikkerfið 4-3-3 en við spilum í grunninn 4-5-1. Hann vill að við reynum að spila boltanum meira með jörðinni en við höfum gert áður, fyrir utan það er þetta mjög svipað.“ Að lokum er Arnór spurður út í yngri leikmenn á Íslandi en Hamrén hefur mikið unnið með sama kjarna og Lagerback og Heimir á undan honum. „Það er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp og komandi kynslóð er mjög spennandi,“ sagði hann að lokum. Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. Þáttinn má finna í heild sinni hér. Hinn sænski Hamrén tók við íslenska liðinu eftir frábært gengi þess bæði á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og svo á heimsmeistaramótinu í Rússlandi tveimur árum síðar. Hann byrjaði þó ekki vel þar sem Ísland mætti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. „Hann þurfti að aðlaga sig að því sem virkaði fyrir okkur,“ segir Arnór Ingvi um byrjun Hamrén áður en hann hrósaði þeim sænska. „Hann er góður þjálfari líka. Ísland er nálægt því að komast á Evrópumótið, við unnum Tyrkland og höfum spilað góðan fótbolta. Við lentum í vandræðum gegn Sviss og Belgíu en annars held ég að við séum farnir að skilja hann betur og hann okkur, það er hugmyndafræði íslenska liðsins.“ Arnór vildi þó ekki bera Hamrén saman við Lars Lagerbäck, hann segir það ómögulegt þó þeir séu báðir frá Svíþjóð. Sá síðarnefndi þjálfaði íslenska liðið frá 2012 til 2016 og kom því meðal annars á Evrópumótið í Frakklandi. Var það í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið komst á stórmót í knattspyrnu. „Það er aðeins meiri fótbolti hjá Hamrén. Honum líkar vel við leikkerfið 4-3-3 en við spilum í grunninn 4-5-1. Hann vill að við reynum að spila boltanum meira með jörðinni en við höfum gert áður, fyrir utan það er þetta mjög svipað.“ Að lokum er Arnór spurður út í yngri leikmenn á Íslandi en Hamrén hefur mikið unnið með sama kjarna og Lagerback og Heimir á undan honum. „Það er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp og komandi kynslóð er mjög spennandi,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira